Leikurinn var eins og við var búist leikinn heldur varfærnislega af báðum liðum. Á endanum var það fast leikatriði gestanna sem leiddi til þess að skoski miðjumaðurinn Scott McTominay kom Napoli yfir. Amir Rrahmani sendi þá hornspyrnu Khvicha Kvaratskhelia að marki þar sem Skotinn smellti boltanum í netið af stuttu færi.

Það virtist sem gestirnir myndu fara inn í hálfleikshléið með forystuna en þegar 43 mínútur voru komnar á klukkuna jöfnuðu heimamenn í Inter metin. Alessandro Bastoni átti þá stutta sendingu á Çalhanoğlu sem skoraði með þrumuskoti lengst fyrir utan teig.

Staðan því 1-1 að loknum fyrri hálfleik og virtust bæði lið nokkuð sátt með stigið í síðari hálfleik. Það voru hins vegar heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að tryggja sér stigin þrjú og þar með toppsæti deildarinnar þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.
Þá braut Frank Anguissa af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Hinn gríðarlega örugga vítaskytta Çalhanoğlu fór á punktinn en þrumaði boltanum í stöngina. Staðan því enn jöfn 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins.
The points are shared in Milan! 🤝#InterNapoli pic.twitter.com/0JB2Mt9GMW
— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 10, 2024
Eftir 12 umferðir er Napoli á toppnum með 26 stig. Þar á eftir koma Atalanta, Fiorentina, Inter og Lazio með 25 stig. Juventus er svo í 6. sætinu með 24 stig.