Lars Lagerbäck, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, var mættur í sjónvarpssal í gærkvöldi þar sem var sérfræðingur í útsendingu frá Meistaradeildinni.
Sænska sjónvarpsstöðin Viasat sýndi frá leik Napoli og Bayern München og þáttarstjórnandinn Ola Wenström notaði tækifærið og spurði Lars um muninn á Íslandi og Nígeríu þar sem Lagerbäck þjálfaði síðast.
„Það er auðvitað liturinn þótt að ég sé í raun litblindur," svaraði Lagerbäck í léttum tón en það er óhætt að segja að þetta grín íslenska landsliðsþjálfarans sé á gráu svæði.
