„Þetta var skelfilegur seinni hálfleikur hjá okkur,“ sagði Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, eftir leikinn.
FH tapaði fyrir Initia Hasselt, 28-27, í 2. umferð EHF-keppninnar en komst samt sem áður áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
„Þessir tveir hálfleikir eru bara gjörsamlega svart og hvítt hjá okkur og við vorum stálheppnir að komast áfram í þessari keppni. Við fórum að skjóta illa á markvörðinn og reyndum oft á tíðum vitlausa leið í gegnum vörn þeirra. Við ætlum okkur lengra í þessari keppni“.
Örn Ingi: Vorum heppnir að komast áfram
Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar
Mest lesið




Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn

Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn




Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti
