Íslandsmeistarar KR hófu tililvörnina á naumum sigri á nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn, 90-84, í DHL-höllinni í gærkvöldi en fyrsta umferð Iceland Express deildar karla hófst þá með þremur leikjum. Þór minnkaði muninn í þrjú stig þegar fáar sekúndur voru eftir af leiknum en KR-ingar lönduðu sigrinum.
Þetta var fyrsti leikur Þorlákshafnar-Þórsara í úrvalsdeild karla síðan í mars 2007 en þjálfari liðsins er Benedikt Guðmundsson sem gerði KR-inga einmitt að Íslandsmeisturum vorið sem Þór féll úr deildinni.
Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í DHL-höllinni í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
KR slapp með skrekkinn á móti strákunum hans Benna - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
