Umfjöllun: Stelpurnar frá Stykkishólmi byrjuðu á sigri gegn Val Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2011 20:54 Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 16 stig í kvöld. Mynd/Stefán Snæfell vann í kvöld fínan sigur, 79-70, á Val í fyrstu umferð Iceland-Express deild kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Vodafonehöllinni. Snæfellingar höfðu góð tök á leiknum alveg frá byrjun og héldu Valsstúlkum alltaf þægilega vel frá sér. Stigaskorið dreifðist vel í liðinu og greinilega góð liðsheild hjá Hólmurum. Fyrsti leikhlutinn hófst af miklum krafti og ekki virtist vera mikill haustbragur á liðunum. Snæfellingar voru sterkari í upphafi og komust fljótlega í 9-2. Þessi munur hélst á með liðunum út leikhlutann en rétt undir lok fjórðungsins náðu gestirnir hraðri sókn sem endaði með laglegur sniðskoti og var því munurinn níu stig, 28-19, eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Valsstúkur voru ákveðnar í byrjun annars leikhluta og minnkuðu muninn strax niður í fjögur stig eða í 24-28. Þá tóku Snæfellingar aftur völdin á vellinum og skoruðu níu stig gegn engu og breyttu stöðunni í 37-24. Valsstúlkur komu síðan aftur til baka og minnkuðu muninn niður í sjö stig fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan var því 39-32 fyrir Snæfell í hálfleik. Melissa Leichlitner var atkvæðamest í liði Valsstúlkna í fyrri hálfleik og gerði tíu stig. Stigaskorið dreifðist vel milli leikmanna í liði Snæfells og var það líklega ástæðan fyrir því forskoti sem liðið hafði. Síðari hálfleikurinn byrjaði af krafti. Heimastúlkur pressuðu stíft í bakið á Snæfellingum en átti erfitt með að komast almennilega inn í leikinn. Lið Snæfells hélt þeim ávallt vel frá sér og stjórnuðu leiknum vel. Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Vals, fór á kostum í þriðja leikhlutanum og hélt heimastúlkum á floti. Þegar þriðja leikhluta lauk hafði hún skorað 19 stig, en staðan var 57-50 fyrir Snæfelli þegar lokafjórðungurinn var eftir. Fjórði leikhlutinn var nokkuð spennandi en Snæfellingar byrjuðu betur og héldum Valsstúlkum töluvert frá sér til að byrja með. Þegar leið á leikhlutann komust heimastúlkur meira og meira í takt við leikinn og minnkuðu muninn niður í fjögur stig þegar staðan var 67-63 og fimm mínútur eftir af leiknum. Snæfell hleypti aftur á móti Val ekki nær í leiknum og náði að innbyrða fínan sigur 79-70. Valur- Snæfell 70-79 (19-28, 13-11, 18-18, 20-22) Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20/5 fráköst, Melissa Leichlitner 17/4 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8/4 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 6/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 2/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst. Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 24/9 fráköst/4stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/6 fráköst, Birta Antonsdóttir 16, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 4/8 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Snæfell vann í kvöld fínan sigur, 79-70, á Val í fyrstu umferð Iceland-Express deild kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Vodafonehöllinni. Snæfellingar höfðu góð tök á leiknum alveg frá byrjun og héldu Valsstúlkum alltaf þægilega vel frá sér. Stigaskorið dreifðist vel í liðinu og greinilega góð liðsheild hjá Hólmurum. Fyrsti leikhlutinn hófst af miklum krafti og ekki virtist vera mikill haustbragur á liðunum. Snæfellingar voru sterkari í upphafi og komust fljótlega í 9-2. Þessi munur hélst á með liðunum út leikhlutann en rétt undir lok fjórðungsins náðu gestirnir hraðri sókn sem endaði með laglegur sniðskoti og var því munurinn níu stig, 28-19, eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Valsstúkur voru ákveðnar í byrjun annars leikhluta og minnkuðu muninn strax niður í fjögur stig eða í 24-28. Þá tóku Snæfellingar aftur völdin á vellinum og skoruðu níu stig gegn engu og breyttu stöðunni í 37-24. Valsstúlkur komu síðan aftur til baka og minnkuðu muninn niður í sjö stig fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan var því 39-32 fyrir Snæfell í hálfleik. Melissa Leichlitner var atkvæðamest í liði Valsstúlkna í fyrri hálfleik og gerði tíu stig. Stigaskorið dreifðist vel milli leikmanna í liði Snæfells og var það líklega ástæðan fyrir því forskoti sem liðið hafði. Síðari hálfleikurinn byrjaði af krafti. Heimastúlkur pressuðu stíft í bakið á Snæfellingum en átti erfitt með að komast almennilega inn í leikinn. Lið Snæfells hélt þeim ávallt vel frá sér og stjórnuðu leiknum vel. Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Vals, fór á kostum í þriðja leikhlutanum og hélt heimastúlkum á floti. Þegar þriðja leikhluta lauk hafði hún skorað 19 stig, en staðan var 57-50 fyrir Snæfelli þegar lokafjórðungurinn var eftir. Fjórði leikhlutinn var nokkuð spennandi en Snæfellingar byrjuðu betur og héldum Valsstúlkum töluvert frá sér til að byrja með. Þegar leið á leikhlutann komust heimastúlkur meira og meira í takt við leikinn og minnkuðu muninn niður í fjögur stig þegar staðan var 67-63 og fimm mínútur eftir af leiknum. Snæfell hleypti aftur á móti Val ekki nær í leiknum og náði að innbyrða fínan sigur 79-70. Valur- Snæfell 70-79 (19-28, 13-11, 18-18, 20-22) Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20/5 fráköst, Melissa Leichlitner 17/4 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8/4 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 6/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 2/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst. Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 24/9 fráköst/4stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/6 fráköst, Birta Antonsdóttir 16, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 4/8 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira