Snæfell er búið að fá nýjan leikstjórnanda en félagið samdi við Marquis Sheldon Hall í kvöld. Hann er orðinn löglegur og leikur með Snæfelli gegn ÍR annað kvöld.
Sheldon Hall er um 180 sentimetrar og lék með LeHigh-háskólanum í Bandaríkjunum.
Síðasta tímabil lék hann með Álaborg í dönsku deildinni og stóð sig vel. Hann var í kjölfarið afar eftirsóttur eftir því sem segir á heimasíðu Snæfells.

