KR varð í gær fyrsta liðið til að vinna sigur á ungu og efnilegu liði Njarðvíkur í Iceland Express-deild karla en þriðju umferð tímabilsins lauk í gær.
KR vann ellefu stiga sigur, 85-74, í skemmtilegum leik þar sem KR-ingar voru lengst af með undirtökin. En Njarðvíkingar voru aldrei langt undan og ljóst að það var heldur ótímabært að spá liðinu falli úr deildinni eins og gert var fyrir tímabilið.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í DHL-höllinni og tók þessar myndir. Hér fyrir neðan má einnig finna umfjöllun okkar um leikinn.
