Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var afar ósáttur við hvernig tekið var á lokaandartökum leiks sinna manna gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld.
Þór tryggði sér sigurinn með flautukörfu og segir Ingi Þór að báðir dómarar hafi ekki verið að horfa á leikinn.
„Ég er ósáttur við lokin á leiknum. Annar dómarinn er að taka boltann inn en hinn er á ritaraborðinu, ég var ekki tilbúinn. Ég sá ekki hvað gerðist því ég var að fylgjast með hinum dómaranum á ritaraborðinu," sagði Ingi Þór.
„Ég hef aldrei séð annað eins," bætti hann við en ítarlega umfjöllun og önnur viðtöl má lesa hér fyrir neðan.
Ingi Þór: Ég hef aldrei séð annað eins
Tengdar fréttir
Umfjöllun og viðtöl: Þór - Snæfell 85-83
Þór Þorlákshöfn vann dramatískan sigur á deildarmeisturum Snæfells á heimavelli sínum í kvöld 85-83 með flautukörfu Marko Latinovic. Þór skoraði sjö síðustu stig leiksins á síðustu mínútu leiksins og hreinlega stal sigrinum sem virtist blasa við Snæfelli.