James Bartolotta, leikmaður ÍR, var fluttur með sjúkrabíl frá Grindavík eftir skelfilegt samstuð við J´Nathan Bullock í leik Grindavíkur og ÍR í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld.
Bartolotta fékk það slæmt högg að hann rotaðist og er með illa brotið nef. Bartolotta fiskaði þarna ruðning á Bullock, en sá síðarnefndi virtist fara með olnbogann beint í nefið á ÍR-ingnum og hann lág óvígur eftir.
Samkvæmt fyrstu frettum hér í Röstinni er leikmaðurinn illa nefbrotin og líklega fékk hann heilahristing í samstuðinu. J´Nathan Bullock reyndi fyrir sér í amerískum fótbolta á sínum tíma og er mikill skrokkur.
NFL-leikmaðurinn í Grindavík nefbraut James Bartolotta í kvöld
Stefán Árni Pálsson í Röstinni í Grindavík skrifar

Mest lesið





Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti



Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn