Körfuboltadómarinn Kristinn Óskarsson hefur löngum verið frekar óvinsæll hjá KR-ingum. Hann hefur nú eignast nýjan aðdáanda í Ed Horton, leikmanni félagsins.
Horton fór mikinn á Twitter-síðu sinni í gær. Þar sagði hann að Kristinn væri skelfilegur dómari og kenndi síðan íslenskum dómurum um að hann hefði meiðst í leiknum gegn Þór Þorlákshöfn.
KR-ingnum rann þó reiðin fljótlega og hann fjarlægði færslurnar um íslensku dómarana og setti inn nýja færslu.
Þar stóð einfaldlega: "Ég biðst afsökunar."
