Stórt kvöld í Lengjubikarnum - bæði Reykjavíkur- og Reykjanesbæjarslagur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2011 14:45 Stjarnan og KR verða bæði í eldlínunni í kvöld. Mynd/Anton Það fara fimm leikir fram í Lengjubikar karla í kvöld og það er hægt að halda því fram að tveir þeirra teljist til úrslitaleikja í sínum riðlum. Það er bæði Reykjavíkur og Reykjanesbæjarslagur á dagskránni í kvöld sem og að Stjarnan og Snæfell mætast í fyrri leik sínum af tveimur í þessari viku. Eftir leiki kvöldsins er riðlakeppnina hálfnuð og öll liðin innan hvers riðils hafa mæst einu sinni. Stjarnan og Snæfell mætast í Ásgarði í Garðabæ klukkan 19.15. Liðin hafa unnið sitthvorn leikinn en það eru bara þrjú lið í þeirra riðli. Þriðja liðið, Tindastóll, hefur tapað báðum sínum leikjum og ætlar ekki að blanda sér í baráttu um sigurinn í riðlinum. Baráttan um sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins stendur því á milli Hólmara og Garðbæinga. Stjarnan og Snæfell mætast síðan aftur í Iceland Express deild karla á föstudagskvöldið. Njarðvík og Keflavík mætast í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í keppninni og það er ljóst að þau munu berjast um laus sæti í undanúrslitunum. Liðin hafa mætt í mótið með mismunandi áherslur. Njarðvíkingar leggja allt sitt traust á unga uppalda leikmenn en Keflvíkingar tefla hinsvegar fram þremur erlendum leikmönnum og þjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur sagt það að hann vilji ekki kasta ungu strákunum strax út í djúpu laugina. ÍR tekur á móti KR í Seljaskólanum klukkan 19.15 en KR getur stigið stórt skref í átt að tryggja sér sigur í riðlinum með því að vinna í kvöld. KR hefur unnið tvo fyrstu leiki sína en ÍR og Þór úr Þorlákshöfn hafa bæði unnið einn og tapað einum. Skallagrímur tekur á móti Þór úr Þorlákshöfn í hinum leik riðilsins. Fimmti og síðasti leikur kvöldsins er síðan leikur KFÍ og Fjölnis á Ísafirði en honum var frestað í gær. 1.deildarlið KFÍ kom mikið á óvart með því að vinna Hauka í síðasta leik en KFÍ er eins og er með fullt hús á toppi 1. deildarinnar.Staðan í riðlunum í Lengjubikarnum:(Liðin spila tvöfalda umferð og aðeins efsta liðið kemst áfram)Lengjubikar karlar, A-riðill 1. KR 2 2 0 192-176 4 2. Þór Þ. 2 1 1 184-171 2 3. ÍR 2 1 1 166-168 2 4. Skallagrímur 2 0 2 160-187 0Lengjubikar karlar, B-riðill 1. Grindavík 3 3 0 275-232 6 2. KFÍ 2 1 1 154-176 2 3. Haukar 3 1 2 230-246 2 4. Fjölnir 2 0 2 152-157 0Lengjubikar karlar, C-riðill 1. Stjarnan 1 1 0 87-69 2 2. Snæfell 1 1 0 93-91 2 3. Tindastóll 2 0 2 160-180 0Lengjubikar karlar, D-riðill 1. Njarðvík 2 2 0 186-139 4 2. Keflavík 2 2 0 170-137 4 3. Hamar 3 1 2 222-271 2 4 Valur 3 0 3 222-253 0 Dominos-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Það fara fimm leikir fram í Lengjubikar karla í kvöld og það er hægt að halda því fram að tveir þeirra teljist til úrslitaleikja í sínum riðlum. Það er bæði Reykjavíkur og Reykjanesbæjarslagur á dagskránni í kvöld sem og að Stjarnan og Snæfell mætast í fyrri leik sínum af tveimur í þessari viku. Eftir leiki kvöldsins er riðlakeppnina hálfnuð og öll liðin innan hvers riðils hafa mæst einu sinni. Stjarnan og Snæfell mætast í Ásgarði í Garðabæ klukkan 19.15. Liðin hafa unnið sitthvorn leikinn en það eru bara þrjú lið í þeirra riðli. Þriðja liðið, Tindastóll, hefur tapað báðum sínum leikjum og ætlar ekki að blanda sér í baráttu um sigurinn í riðlinum. Baráttan um sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins stendur því á milli Hólmara og Garðbæinga. Stjarnan og Snæfell mætast síðan aftur í Iceland Express deild karla á föstudagskvöldið. Njarðvík og Keflavík mætast í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í keppninni og það er ljóst að þau munu berjast um laus sæti í undanúrslitunum. Liðin hafa mætt í mótið með mismunandi áherslur. Njarðvíkingar leggja allt sitt traust á unga uppalda leikmenn en Keflvíkingar tefla hinsvegar fram þremur erlendum leikmönnum og þjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur sagt það að hann vilji ekki kasta ungu strákunum strax út í djúpu laugina. ÍR tekur á móti KR í Seljaskólanum klukkan 19.15 en KR getur stigið stórt skref í átt að tryggja sér sigur í riðlinum með því að vinna í kvöld. KR hefur unnið tvo fyrstu leiki sína en ÍR og Þór úr Þorlákshöfn hafa bæði unnið einn og tapað einum. Skallagrímur tekur á móti Þór úr Þorlákshöfn í hinum leik riðilsins. Fimmti og síðasti leikur kvöldsins er síðan leikur KFÍ og Fjölnis á Ísafirði en honum var frestað í gær. 1.deildarlið KFÍ kom mikið á óvart með því að vinna Hauka í síðasta leik en KFÍ er eins og er með fullt hús á toppi 1. deildarinnar.Staðan í riðlunum í Lengjubikarnum:(Liðin spila tvöfalda umferð og aðeins efsta liðið kemst áfram)Lengjubikar karlar, A-riðill 1. KR 2 2 0 192-176 4 2. Þór Þ. 2 1 1 184-171 2 3. ÍR 2 1 1 166-168 2 4. Skallagrímur 2 0 2 160-187 0Lengjubikar karlar, B-riðill 1. Grindavík 3 3 0 275-232 6 2. KFÍ 2 1 1 154-176 2 3. Haukar 3 1 2 230-246 2 4. Fjölnir 2 0 2 152-157 0Lengjubikar karlar, C-riðill 1. Stjarnan 1 1 0 87-69 2 2. Snæfell 1 1 0 93-91 2 3. Tindastóll 2 0 2 160-180 0Lengjubikar karlar, D-riðill 1. Njarðvík 2 2 0 186-139 4 2. Keflavík 2 2 0 170-137 4 3. Hamar 3 1 2 222-271 2 4 Valur 3 0 3 222-253 0
Dominos-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira