Hamar vann sinn fyrsta sigur í Iceland Express deild kvenna þegar liðið vann 18 stiga sigur á spútnikliði Fjölnis, 87-69. Hamar hafði tapað fjórum fyrstu leikjum sínum en Fjölni vann bæði Hauka og Keflavík í fyrstu fjórum umferðunum.
Hamar var 23-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með tíu stiga forskot í hálfleik, 44-34. Hamar skoraði síðan sjö fyrstu stigin í seinni hálfleik og náði mest 22 stiga forskoti áður en Fjölnisliðið lagaði aðeins stöðuna í lokin.
Samantha Murphy og Hannah Tuomi fóru á kostum í liði Hamars, Murphy var með 30 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar og Tuomi bætti við 30 stigum og 19 fráköstum. Álfhildur Þorsteinsdótir var stigahæst íslensku stelpnanna með 14 stig.
Brittney Jones var í algjörum sérflokki hjá Fjölni með 36 stig eða 26 stigum meira en næststigahæsti leikmaður liðsins.
Hamar-Fjölnir 87-69 (23-18, 21-16, 23-14, 20-21)
Hamar: Samantha Murphy 30/8 fráköst/9 stoðsendingar/6 stolnir, Hannah Tuomi 30/19 fráköst, Álfhildur Þorsteinsdóttir 14/7 fráköst, Bylgja Sif Jónsdóttir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/10 fráköst, Adda María Óttarsdóttir 2, Kristrún Rut Antonsdóttir 2/5 stoðsendingar.
Fjölnir: Brittney Jones 36/6 fráköst/6 stolnir, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 10/9 fráköst/6 stolnir, Birna Eiríksdóttir 6/6 stoðsendingar, Katina Mandylaris 5/11 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 4, Bergdís Ragnarsdóttir 4/5 fráköst, Eva María Emilsdóttir 4/4 fráköst.
Fyrsti sigurinn hjá Hamarsstúlkum - unnu Fjölni í Hveragerði
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn


Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu
Fótbolti

„Ég er mjög þreyttur“
Íslenski boltinn

„Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“
Íslenski boltinn

Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA
Körfubolti

Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum
Íslenski boltinn

Leiknir selur táning til Serbíu
Íslenski boltinn
