Grikkland á leið út úr evrusamstarfinu? Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. nóvember 2011 18:45 Það er mat sérfræðinga á fjármálamarkaði að raunverulega hætta sé á því að Grikkir yfirgefi Evrópska myntbandalagið og þar með evrusamstarfið fari svo að björgunarpakki til handa Grikkjum verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Helstu hlutabréfavísitölur Evrópu féllu í morgun eftir að George Papandreou, forsætisráðherra Grikkja, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að sérstakur björgunarpakki sem samþykktur var í Brussel á fimmtudag færi í þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi. Tilkynningin kom eins og blaut tuska framan í andlitið á leiðtogum samstarfsþjóða á evrusvæðinu sem höfðu teygt sig afar langt til að ná 50 prósent niðurfellingu á skuldum Grikklands.Ekki búið „fyrr en feita konan hefur sungið" „Yfirlýsingin í gærkvöldi var mikið áfall. Það sem má læra af allri þessari evrópsku skuldakreppu er að þessu lýkur ekki fyrr en feita konan hefur sungið," segir David Jones, markaðssérfræðingur hjá IG Index. Óvíst er hvaða afleiðingar það hafi verði björgunarpakkinn felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu en talið er líklegt að það þýði að Grikkir fari hreinlega út úr Evrópska myntbandalaginu. „Við erum að fara inn á ókannað svæði. Það er öruggt að við erum að hjálpa Evrópu að losna við Grikkland. Nú munum við sjá grískt efnahagslíf færast aftur um marga áratugi," segir Vangelis Agapitos, grískur hagfræðingur. Stefan Scharffetter, sérfræðingur hjá Baader Bank segir vel mögulegt að Grikkir yfirgefi myntsamstarfið. „Ef Grikkir segja að þeir vilji þetta ekki er hugsanlegt að Grikkland verði að yfirgefa myntbandalagið. Þá hefst nýr kafli. Hvað verður um sameiginlegan gjaldmiðil þegar aðildarríki hættir? Kemur þá nýr gjaldmiðill?" Óvíst er hvenær þjóðaratkvæðagreiðslan verður haldin, en hugsanlegt er að það verði ekki fyrr en á næsta ári. Fram að því er áframhaldandi óvissa um stöðuna á mörkuðum í Evrópu. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Samflokksmenn krefjast afsagnar Papandreús Sex háttsettir þingmenn úr stjórnaflokknum Pasok á Grikklandi hafa krafist þess að Papandreu forsætisráðherra og formaður flokksins, segi af sér. Krafan kemur fram tæpum sólarhring eftir að Papandreu lýsti því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin þar sem Grikkir fá að greiða atkvæði um fyrirhugaðan björgunarpakka Evrópusambandsins. 1. nóvember 2011 13:40 Enn ríkir óvissa um úrlausn evruvandans Óhætt er að segja að mikið sé lagt undir á leiðtogafundi Evrópusambandsins og evrusvæðisins sem fram fer í Brussel í dag. Á fundinum verður leitast við að ganga frá endanlegri lausn á skuldavanda ESB-ríkjanna sem hefur vomað yfir álfunni og alþjóðlegu fjármálalífi síðustu misseri. 26. október 2011 03:00 Grikkir borguðu látnu fólki 1.300 milljarða í lífeyri Stærsti lífeyrissjóður Grikklands hefur viðurkennt að hafa á síðustu 10 árum greitt tugþúsundum af látnu fólki lífeyrir sem nemur allt að 8 milljörðum evra eða nær 1.300 milljörðum króna. 1. nóvember 2011 07:25 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Það er mat sérfræðinga á fjármálamarkaði að raunverulega hætta sé á því að Grikkir yfirgefi Evrópska myntbandalagið og þar með evrusamstarfið fari svo að björgunarpakki til handa Grikkjum verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Helstu hlutabréfavísitölur Evrópu féllu í morgun eftir að George Papandreou, forsætisráðherra Grikkja, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að sérstakur björgunarpakki sem samþykktur var í Brussel á fimmtudag færi í þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi. Tilkynningin kom eins og blaut tuska framan í andlitið á leiðtogum samstarfsþjóða á evrusvæðinu sem höfðu teygt sig afar langt til að ná 50 prósent niðurfellingu á skuldum Grikklands.Ekki búið „fyrr en feita konan hefur sungið" „Yfirlýsingin í gærkvöldi var mikið áfall. Það sem má læra af allri þessari evrópsku skuldakreppu er að þessu lýkur ekki fyrr en feita konan hefur sungið," segir David Jones, markaðssérfræðingur hjá IG Index. Óvíst er hvaða afleiðingar það hafi verði björgunarpakkinn felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu en talið er líklegt að það þýði að Grikkir fari hreinlega út úr Evrópska myntbandalaginu. „Við erum að fara inn á ókannað svæði. Það er öruggt að við erum að hjálpa Evrópu að losna við Grikkland. Nú munum við sjá grískt efnahagslíf færast aftur um marga áratugi," segir Vangelis Agapitos, grískur hagfræðingur. Stefan Scharffetter, sérfræðingur hjá Baader Bank segir vel mögulegt að Grikkir yfirgefi myntsamstarfið. „Ef Grikkir segja að þeir vilji þetta ekki er hugsanlegt að Grikkland verði að yfirgefa myntbandalagið. Þá hefst nýr kafli. Hvað verður um sameiginlegan gjaldmiðil þegar aðildarríki hættir? Kemur þá nýr gjaldmiðill?" Óvíst er hvenær þjóðaratkvæðagreiðslan verður haldin, en hugsanlegt er að það verði ekki fyrr en á næsta ári. Fram að því er áframhaldandi óvissa um stöðuna á mörkuðum í Evrópu. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Samflokksmenn krefjast afsagnar Papandreús Sex háttsettir þingmenn úr stjórnaflokknum Pasok á Grikklandi hafa krafist þess að Papandreu forsætisráðherra og formaður flokksins, segi af sér. Krafan kemur fram tæpum sólarhring eftir að Papandreu lýsti því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin þar sem Grikkir fá að greiða atkvæði um fyrirhugaðan björgunarpakka Evrópusambandsins. 1. nóvember 2011 13:40 Enn ríkir óvissa um úrlausn evruvandans Óhætt er að segja að mikið sé lagt undir á leiðtogafundi Evrópusambandsins og evrusvæðisins sem fram fer í Brussel í dag. Á fundinum verður leitast við að ganga frá endanlegri lausn á skuldavanda ESB-ríkjanna sem hefur vomað yfir álfunni og alþjóðlegu fjármálalífi síðustu misseri. 26. október 2011 03:00 Grikkir borguðu látnu fólki 1.300 milljarða í lífeyri Stærsti lífeyrissjóður Grikklands hefur viðurkennt að hafa á síðustu 10 árum greitt tugþúsundum af látnu fólki lífeyrir sem nemur allt að 8 milljörðum evra eða nær 1.300 milljörðum króna. 1. nóvember 2011 07:25 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Samflokksmenn krefjast afsagnar Papandreús Sex háttsettir þingmenn úr stjórnaflokknum Pasok á Grikklandi hafa krafist þess að Papandreu forsætisráðherra og formaður flokksins, segi af sér. Krafan kemur fram tæpum sólarhring eftir að Papandreu lýsti því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin þar sem Grikkir fá að greiða atkvæði um fyrirhugaðan björgunarpakka Evrópusambandsins. 1. nóvember 2011 13:40
Enn ríkir óvissa um úrlausn evruvandans Óhætt er að segja að mikið sé lagt undir á leiðtogafundi Evrópusambandsins og evrusvæðisins sem fram fer í Brussel í dag. Á fundinum verður leitast við að ganga frá endanlegri lausn á skuldavanda ESB-ríkjanna sem hefur vomað yfir álfunni og alþjóðlegu fjármálalífi síðustu misseri. 26. október 2011 03:00
Grikkir borguðu látnu fólki 1.300 milljarða í lífeyri Stærsti lífeyrissjóður Grikklands hefur viðurkennt að hafa á síðustu 10 árum greitt tugþúsundum af látnu fólki lífeyrir sem nemur allt að 8 milljörðum evra eða nær 1.300 milljörðum króna. 1. nóvember 2011 07:25
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent