Lögreglumanni sem grunaður er um barnaníð ekki vikið frá störfum 19. nóvember 2011 12:51 Lögreglumenn. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Ríkislögreglustjóri telur sig ekki hafa forsendur til að víkja lögreglumanni tímabundið frá störfum þó fyrir liggi að hann er til rannsóknar vegna meintra kynferðisbrota gegn stúlkubarni. Þetta er annað málið á einu ári þar sem lögreglumaður er kærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri. Fréttastofa greindi frá því í liðinni viku að starfandi lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kærður fyrir kynferðislega áreitni í garð tíu ára stúlku. Meint brot áttu sér stað fyrir fjórum árum. Ríkislögreglustjóri óskaði því eftir því við ríkissaksóknara að fá aðgang að rannsóknargögnum málsins til að meta hvort forsendur eru til að víkja manninum tímabundið úr starfi. Þeirri beiðni var hafnað á grundvelli þagnarskyldu, og ennfremur bent á að ef gefin verður út ákæra séu yfirgnæfandi líkur á að þinghald verði lokað og hendur ákæruvaldsins að því leyti bundnar varðandi afhendingu gagna. Á síðasta ári var lögreglumaður á Norðvesturlandi kærður fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Honum var vikið frá störfum þegar ríkissaksóknari gaf út ákæru. Ríkislögreglustjóri hefur vegna alvarleika þess máls sem nú er komið upp beint því til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að meta hvort hann leysi lögreglumanninn undan vinnuskyldu. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglustjóranum að hann teldi sér heldur ekki heimilt að víkja manninum frá störfum, og vísaði alfarið á ríkislögreglustjóra. Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Ríkislögreglustjóri telur sig ekki hafa forsendur til að víkja lögreglumanni tímabundið frá störfum þó fyrir liggi að hann er til rannsóknar vegna meintra kynferðisbrota gegn stúlkubarni. Þetta er annað málið á einu ári þar sem lögreglumaður er kærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri. Fréttastofa greindi frá því í liðinni viku að starfandi lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kærður fyrir kynferðislega áreitni í garð tíu ára stúlku. Meint brot áttu sér stað fyrir fjórum árum. Ríkislögreglustjóri óskaði því eftir því við ríkissaksóknara að fá aðgang að rannsóknargögnum málsins til að meta hvort forsendur eru til að víkja manninum tímabundið úr starfi. Þeirri beiðni var hafnað á grundvelli þagnarskyldu, og ennfremur bent á að ef gefin verður út ákæra séu yfirgnæfandi líkur á að þinghald verði lokað og hendur ákæruvaldsins að því leyti bundnar varðandi afhendingu gagna. Á síðasta ári var lögreglumaður á Norðvesturlandi kærður fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Honum var vikið frá störfum þegar ríkissaksóknari gaf út ákæru. Ríkislögreglustjóri hefur vegna alvarleika þess máls sem nú er komið upp beint því til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að meta hvort hann leysi lögreglumanninn undan vinnuskyldu. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglustjóranum að hann teldi sér heldur ekki heimilt að víkja manninum frá störfum, og vísaði alfarið á ríkislögreglustjóra.
Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira