Góðmennt var í föstudagskaffinu hjá bókaforlaginu Bjarti í gær, þegar útkomu nýrrar unglingasögu, Með heiminn í vasanum, eftir Margréti Örnólfsdóttur var fagnað.
Margrét á miklu barnaláni að fagna svo margir gestir voru á hinum eina og sanna súkkulaðikökualdri.
Skoða myndir hér.
Í veislunni var því boðið upp á einhverja þá flottustu súkkulaðiköku sem viðstaddir höfðu séð en kakan var einsog bókin hennar Margrétar.
Með heiminn í vasanum er þriðja skáldsaga Margrétar en bækur hennar tvær um Aþenu hafa vakið mikla lukku. Sjá meira hér.

