Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 90-89 Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2011 16:07 Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfelli, 90-89, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld, en gestirnir fengu möguleika til þess að vinna leikinn undir blálokin en komu ekki skoti á körfuna. Marvin Valdimarsson átti frábæran leik fyrir Stjörnuna og gerði 28 stig og tók tíu fráköst. Keith Cothran átti einnig magnaðan leik fyrir Stjörnuna með 34 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 23 stig fyrir Snæfell. Jafnræði var á með liðunum í byrjun en Stjarnan var samt sem áður með ákveðið frumkvæði. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 19-13 fyrir heimamenn. Keith Cothran, leikmaður Stjörnunnar, fór á kostum í fjórðungnum og Snæfellingar réðu hreinlega ekkert við hann, en hann gerði 18 stig á fyrstu tíu mínútum leiksins, hreint ótrúlegt .Undir lok leikhlutans fóru heimamenn á kostum og settu hreinlega þriggja stiga skotsýningu. Staðan var 35-25 eftir fyrsta fjórðung. Heimamenn héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og keyrðu hreinlega yfir gestina á upphafsmínútunum. Stjarnan komust 16 stigum yfir í stöðunni 44-28, en þá vöknuðu Snæfellingar aðeins til lífsins. Snæfell fór að spila betri varnarleik og skotin duttu einnig ofan í fyrir þá. Frábær endurkoma hjá gestunum og rétt fyrir hálfleikinn komust þeir yfir 53-52, en staðan var 56-52 fyrir Snæfell í hálfleik. Jón Ólafur Jónsson hjá Snæfellingum var frábær í öðrum leikhluta og skoraði 16 stig. Keith Cothran sem gerði 18 stig í fyrsta leikhlutanum komst ekki á blað í þeim öðrum og leikur heimamanna fór algjörlega í baklás. Liðin voru jöfn í byrjun síðari hálfleiksins og var staðan 65-65 þegar þriðji fjórðungurinn var hálfnaður. Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, var að spila eins og engill og hafði sett niður 23 stig á þessum tímapunkti. Jafnt var nánast á öllum tölum út fjórðunginn og var staðan 74-72 fyrir Stjörnuna fyrir lokaleikhlutann. Mikil spenna í Garðabænum og galopinn leikur. Snæfell komst yfir 77-74 þegar tvær mínútur voru liðnar af lokaleikhlutanum. Lokaspretturinn var gríðarlega spennandi og þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 83-83. Jón Ólafur Jónsson og Ólafur Torfason, leikmenn Snæfells, voru báðir komnir með fimm villur og útilokaðir frá leiknum. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum munaði aðeins einu stigi á liðunum 90-89 Stjörnumönnum í vil og þannig lauk leiknum. Frábær sigur hjá heimamönnum sem náðu að hefna fyrir ófarirnar í vikunni.Teitur: Hringi í mömmu í kvöld til að óska henni til hamingju með daginn „Það munaði ansi litlu að við hefðum aftur tapað á flautukörfu, en sem betur fer gerðist það ekki, svona upp á geðheilsu mína," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta lítur nokkuð vel út hjá okkur eins og staðan er og við erum að vinna virkilega sterka andstæðinga". „Það hefur verið erfitt að vera án Jovan (Zdravevski) en við erum að standast það nokkuð vel. Það munar í raun bara einu frákasti til eða frá á liðunum í kvöld" Hægt er að sjá viðtalið við Teit hér að ofan. Ingi Þór: Það var eins og Keith væri veira sem við þorðum ekki að snerta„Ég er mjög ósáttur við það hvernig við komum til leiks í kvöld," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Við náðum samt sem áður að lagfæra það og komust aftur vel inn í leikinn, en það bara dugði ekki til í kvöld". „Við erum bara að gefa þeim þennan sigur í kvöld með því að misnota allt of mörg vítaskot.Við spiluðum fáráralega lélega vörn á Keith Cothran í þessum leik og á tímabili var eins og að hann væri veira sem mætti ekki snerta". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Inga með því að ýta hér.Marvin: Æfði eins og skepna í sumar„Það er æðislegt að ná þessum sigri," sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn, en Marvin átti frábæran leik. „Þetta var samt bara ágæt frammistaði hjá okkur í kvöld. Við vorum í vandræðum á móti svæðisvörn þeirra, en vanalega spilum við vel gegn slíkum varnarleik". „Ég hef aldrei æft eins mikið og í sumar og það er svo sannarlega að skila sér núna, það er mikill kraftur í mér þessa daganna". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Marvin með því að ýta hér.Stjarnan-Snæfell 90-89 (35-25, 17-31, 22-16, 16-17)Stjarnan: Keith Cothran 34, Marvin Valdimarsson 28/10 fráköst, Fannar Freyr Helgason 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 7/10 stoðsendingar, Sigurjón Örn Lárusson 3/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3, Guðjón Lárusson 2/4 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 23/5 fráköst, Quincy Hankins-Cole 16/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14/4 fráköst/7 stoðsendingar, Marquis Sheldon Hall 13/6 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davidsson 11/7 fráköst, Ólafur Torfason 7/7 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 5. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfelli, 90-89, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld, en gestirnir fengu möguleika til þess að vinna leikinn undir blálokin en komu ekki skoti á körfuna. Marvin Valdimarsson átti frábæran leik fyrir Stjörnuna og gerði 28 stig og tók tíu fráköst. Keith Cothran átti einnig magnaðan leik fyrir Stjörnuna með 34 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 23 stig fyrir Snæfell. Jafnræði var á með liðunum í byrjun en Stjarnan var samt sem áður með ákveðið frumkvæði. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 19-13 fyrir heimamenn. Keith Cothran, leikmaður Stjörnunnar, fór á kostum í fjórðungnum og Snæfellingar réðu hreinlega ekkert við hann, en hann gerði 18 stig á fyrstu tíu mínútum leiksins, hreint ótrúlegt .Undir lok leikhlutans fóru heimamenn á kostum og settu hreinlega þriggja stiga skotsýningu. Staðan var 35-25 eftir fyrsta fjórðung. Heimamenn héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og keyrðu hreinlega yfir gestina á upphafsmínútunum. Stjarnan komust 16 stigum yfir í stöðunni 44-28, en þá vöknuðu Snæfellingar aðeins til lífsins. Snæfell fór að spila betri varnarleik og skotin duttu einnig ofan í fyrir þá. Frábær endurkoma hjá gestunum og rétt fyrir hálfleikinn komust þeir yfir 53-52, en staðan var 56-52 fyrir Snæfell í hálfleik. Jón Ólafur Jónsson hjá Snæfellingum var frábær í öðrum leikhluta og skoraði 16 stig. Keith Cothran sem gerði 18 stig í fyrsta leikhlutanum komst ekki á blað í þeim öðrum og leikur heimamanna fór algjörlega í baklás. Liðin voru jöfn í byrjun síðari hálfleiksins og var staðan 65-65 þegar þriðji fjórðungurinn var hálfnaður. Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, var að spila eins og engill og hafði sett niður 23 stig á þessum tímapunkti. Jafnt var nánast á öllum tölum út fjórðunginn og var staðan 74-72 fyrir Stjörnuna fyrir lokaleikhlutann. Mikil spenna í Garðabænum og galopinn leikur. Snæfell komst yfir 77-74 þegar tvær mínútur voru liðnar af lokaleikhlutanum. Lokaspretturinn var gríðarlega spennandi og þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 83-83. Jón Ólafur Jónsson og Ólafur Torfason, leikmenn Snæfells, voru báðir komnir með fimm villur og útilokaðir frá leiknum. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum munaði aðeins einu stigi á liðunum 90-89 Stjörnumönnum í vil og þannig lauk leiknum. Frábær sigur hjá heimamönnum sem náðu að hefna fyrir ófarirnar í vikunni.Teitur: Hringi í mömmu í kvöld til að óska henni til hamingju með daginn „Það munaði ansi litlu að við hefðum aftur tapað á flautukörfu, en sem betur fer gerðist það ekki, svona upp á geðheilsu mína," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta lítur nokkuð vel út hjá okkur eins og staðan er og við erum að vinna virkilega sterka andstæðinga". „Það hefur verið erfitt að vera án Jovan (Zdravevski) en við erum að standast það nokkuð vel. Það munar í raun bara einu frákasti til eða frá á liðunum í kvöld" Hægt er að sjá viðtalið við Teit hér að ofan. Ingi Þór: Það var eins og Keith væri veira sem við þorðum ekki að snerta„Ég er mjög ósáttur við það hvernig við komum til leiks í kvöld," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Við náðum samt sem áður að lagfæra það og komust aftur vel inn í leikinn, en það bara dugði ekki til í kvöld". „Við erum bara að gefa þeim þennan sigur í kvöld með því að misnota allt of mörg vítaskot.Við spiluðum fáráralega lélega vörn á Keith Cothran í þessum leik og á tímabili var eins og að hann væri veira sem mætti ekki snerta". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Inga með því að ýta hér.Marvin: Æfði eins og skepna í sumar„Það er æðislegt að ná þessum sigri," sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn, en Marvin átti frábæran leik. „Þetta var samt bara ágæt frammistaði hjá okkur í kvöld. Við vorum í vandræðum á móti svæðisvörn þeirra, en vanalega spilum við vel gegn slíkum varnarleik". „Ég hef aldrei æft eins mikið og í sumar og það er svo sannarlega að skila sér núna, það er mikill kraftur í mér þessa daganna". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Marvin með því að ýta hér.Stjarnan-Snæfell 90-89 (35-25, 17-31, 22-16, 16-17)Stjarnan: Keith Cothran 34, Marvin Valdimarsson 28/10 fráköst, Fannar Freyr Helgason 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 7/10 stoðsendingar, Sigurjón Örn Lárusson 3/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3, Guðjón Lárusson 2/4 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 23/5 fráköst, Quincy Hankins-Cole 16/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14/4 fráköst/7 stoðsendingar, Marquis Sheldon Hall 13/6 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davidsson 11/7 fráköst, Ólafur Torfason 7/7 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 5.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira