Körfubolti

Lengjubikarinn: Sigrar hjá KR, Snæfelli og Fjölni

Það gengur ekki nógu vel hjá Stjörnunni þessa dagana.
Það gengur ekki nógu vel hjá Stjörnunni þessa dagana.
Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld. KR valtaði yfir ÍR, Snæfell lagði Stjörnuna og Fjölnir marði sigur á KFÍ.

Vesturbæingar girtu sig í brók eftir niðurlæginguna gegn Grindavík og sýndu allt annan og betri leik. Fjölnir átti magnaða endurkomu gegn KFÍ en tæpara mátti það ekki standa.

Snæfell gerði svo út um leikinn gegn Stjörnunni með sterkum þriðja leikhluta.

Úrslit:

KR-ÍR  94-58

KR: Finnur Atli Magnusson 19/9 fráköst, Hreggviður Magnússon 16/4 fráköst, Martin Hermannsson 9/10 fráköst, David Tairu 9/4 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Acox 8/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 8/6 fráköst, Páll Fannar Helgason 5, Ólafur Már Ægisson 4/4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 4, Skarphéðinn Freyr Ingason 4.

ÍR: Nemanja  Sovic 16/6 fráköst, Robert Jarvis 15, Hjalti Friðriksson 15, Þorvaldur Hauksson 5, James Bartolotta 5/6 fráköst, Ellert Arnarson 2/4 fráköst.

Fjölnir-KFÍ  94-93

Fjölnir: Nathan Walkup 32/18 fráköst, Jón Sverrisson 20/14 fráköst/5 stoðsendingar, Calvin O'Neal 14/6 fráköst/7 stoðsendingar, Tómas Daði Bessason 11, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Trausti Eiríksson 4/6 fráköst, Hjalti Vilhjálmsson 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2/5 stoðsendingar.

KFÍ: Craig Schoen 28/8 fráköst/8 stoðsendingar, Ari Gylfason 24/9 fráköst, Sigurður Orri Hafþórsson 16/6 fráköst, Jón H. Baldvinsson 11/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 7, Kristján Andrésson 5, Leó Sigurðsson 2.

Snæfell-Stjarnan  94-84

Snæfell: Quincy Hankins-Cole 28/11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 21, Marquis Sheldon Hall 14/7 stoðsendingar/3 varin skot, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Torfason 9/10 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 6, Hafþór Ingi Gunnarsson 6/4 fráköst.

Stjarnan: Justin Shouse 29/4 fráköst, Keith Cothran 20/5 fráköst/5 stolnir, Fannar Freyr Helgason 12/11 fráköst, Guðjón Lárusson 10/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 10/5 fráköst/4 varin skot, Dagur Kár Jónsson 3, Sigurjón Örn Lárusson 0/4 fráköst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×