Kvennalið KR komst aftur á sigurbraut í dag er það sótti Hamar heim í Hveragerði. KR vann öruggan 23 stiga sigur, 66-89.
Aðeins munaði fjórum stigum á liðunum í hálfleik en KR-stúlkur réðu lögum og lofum í síðari hálfleik. Hamar átti ekkert svar við leik KR-stúlkna.
KR er í þriðja sæti Iceland Express-deildar kvenna en Hamar því sjöunda.
Hamar-KR 66-89
Hamar: Samantha Murphy 33/10 fráköst/5 stoðsendingar/8 stolnir, Álfhildur Þorsteinsdóttir 12/5 fráköst, Jenný Harðardóttir 10, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/5 fráköst, Rannveig Reynisdóttir 2, Bylgja Sif Jónsdóttir 2, Sóley Guðgeirsdóttir 2, Katrín Eik Össurardóttir 1.
KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 21/6 fráköst/5 stoðsendingar, Margrét Kara Sturludóttir 21/4 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 17/5 fráköst, Erica Prosser 11/4 fráköst/9 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 5, Rannveig Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 2, Hafrún Hálfdánardóttir 2/5 fráköst
IE-deild kvenna: KR sótti sigur í Hveragerði

Mest lesið






Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn


Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti
