NFL: Tebow tapaði - Denver réð ekki við Tom Brady og félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2011 09:12 Tom Brady og Tim Tebow. Mynd/AP Sigurganga Tim Tebow og liðsfélaga hans í Denver Broncos í ameríska fótboltanum endaði í gær þegar liðið tapaði 23-41 á heimavelli á móti New England Patriots. Topplið Green Bay Packers tapaði líka sínum fyrsta leik á tímabilinu. Denver Broncos hafði unnið sex leiki í röð þar af þá fjóra síðustu eftir að hafa komið til baka á ævintýralegan hátt í fjórða leikhluta. Tim Tebow, leikstjórnandi liðsins, var óvænt búinn að stela sviðsljósinu með einstökum sigurvilja og hann skoraði sjálfur snertimark í fyrstu sókn í leiknum í gær. Denver komst í 16-7 í byrjun leiks og allt leit vel út. New England Patriots liðið fór þá í gang og leit ekki til baka eftir það. Patriots vann þarna sinn sjötta leik í röð og tryggði sér með þessum sigri sigur í AFC Austur riðlinum og þar með sæti í úrslitakeppninni. „Þetta var mjög góður dagur fyrir okkur. Það var allt á öðrum endanum í byrjun en við sýndum mikinn andlegan styrk með að snúa þessu okkur í vil," sagði Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots. Green Bay Packers var búið að vinna þrettán fyrstu leiki sína á tímabilinu og höfðu ekki tapað leik síðan í desember 2010 þegar þeir heimsóttu Kansas City Chiefs sem var nýbúið að reka þjálfara sinn og hafði tapað 5 af síðustu 6 leikjum sínum. Kansas City Chiefs vann mjög óvæntan 19-14 sigur og endaði 19 leikja sigurgöngu Packers sem eru ríkjandi NFL-meistarar. Indianapolis Colts fagnaði líka sínum fyrsta sigri á tímabilinu þegar liðið vann Tennessee Titans 27-13. NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Sigurganga Tim Tebow og liðsfélaga hans í Denver Broncos í ameríska fótboltanum endaði í gær þegar liðið tapaði 23-41 á heimavelli á móti New England Patriots. Topplið Green Bay Packers tapaði líka sínum fyrsta leik á tímabilinu. Denver Broncos hafði unnið sex leiki í röð þar af þá fjóra síðustu eftir að hafa komið til baka á ævintýralegan hátt í fjórða leikhluta. Tim Tebow, leikstjórnandi liðsins, var óvænt búinn að stela sviðsljósinu með einstökum sigurvilja og hann skoraði sjálfur snertimark í fyrstu sókn í leiknum í gær. Denver komst í 16-7 í byrjun leiks og allt leit vel út. New England Patriots liðið fór þá í gang og leit ekki til baka eftir það. Patriots vann þarna sinn sjötta leik í röð og tryggði sér með þessum sigri sigur í AFC Austur riðlinum og þar með sæti í úrslitakeppninni. „Þetta var mjög góður dagur fyrir okkur. Það var allt á öðrum endanum í byrjun en við sýndum mikinn andlegan styrk með að snúa þessu okkur í vil," sagði Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots. Green Bay Packers var búið að vinna þrettán fyrstu leiki sína á tímabilinu og höfðu ekki tapað leik síðan í desember 2010 þegar þeir heimsóttu Kansas City Chiefs sem var nýbúið að reka þjálfara sinn og hafði tapað 5 af síðustu 6 leikjum sínum. Kansas City Chiefs vann mjög óvæntan 19-14 sigur og endaði 19 leikja sigurgöngu Packers sem eru ríkjandi NFL-meistarar. Indianapolis Colts fagnaði líka sínum fyrsta sigri á tímabilinu þegar liðið vann Tennessee Titans 27-13.
NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira