Segjum upp 157 læknum! Teitur Guðmundsson skrifar 10. desember 2011 06:00 Nýverið var birt skýrsla Boston Consulting Group og úttekt þeirra á heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga sem er aðgengileg á vef velferðarráðuneytisins. Þar koma fram ýmsar gagnlegar upplýsingar og er vert að hrósa þeim fyrir sín störf sem fóru fram á tiltölulega stuttum tíma en gefa engu að síður ágæta mynd af aðstæðum, vandamálum og tækifærum varðandi heilbrigðisþjónustu þvert yfir landið. Það er augljóst að glöggt er gests augað og þegar pólitískum hagsmunum og kjördæmapoti sleppir að ekki sé minnst á sérhagsmuni fæst nokkuð skýr mynd af ástandi mála. Ég er þó handviss um að ýmislegt má gagnrýna í þessari vinnu, en heilt yfir er framsetningin skýr og tillögurnar miðað við gefin markmið róttækar en málefnalegar. Meðal þess sem kemur fram er afburðagóður árangur okkar íslendinga á hinum ýmsu sviðum í alþjóðlegum samanburði, en slíkt höfum við vitað og stært okkur af með réttu undanfarin ár. Nægir þar að nefna lifun eftir hjartaáföll, 5 ára dánartíðni brjóstakrabbameins og ristilkrabbameina. Þá erum við með hátt hlutfall nýrnaþega, ágætan árangur við skurðaðgerðir, einn lægsta burðarmálsdauða í heimi og svona mætti lengi telja. Allur þessi árangur er til kominn vegna þrotlausrar og óeigingjarnar vinnu fagfólks í heilbrigðisstéttum og auðvitað vegna þess að við höfum fram til þessa haft nokkuð óheftan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu, opinberri sem einkarekinni, og þeim lyfjum sem nauðsynleg eru. Í skýrslunni kemur hins vegar einnig fram gagnrýni og þá sérstaklega á skipulag og flæði sjúklinga innan kerfisins, innra gæðastarf í tengslum við tölvukerfi, gagnaöflun og úrvinnslu, auk þess að tekið er sérstaklega á málefnum eldri borgara og skipulagi öldrunarþjónustu. Þá hafa höfundar áhyggjur af því að það vanti heildarsýn í kerfinu, við ofnotum sérgreinalæknaþjónustu, bráðamóttökur sjúkrahúsa og læknavaktir umfram samanburðarþjóðir. Það er áhyggjuefni fyrir íslendinga í þeirri hagræðingarkröfu sem hefur blasað við okkur síðastliðin ár og þeirri staðreynd að við þurfum að breyta kerfinu ef útkomur okkar versna, eða hvað? Höfundar skýrslunnar leggja fram nokkrar áhugaverðar hugmyndir í þeirri viðleitni að lýsa þeirri hagræðingarkröfu sem unnið var með fyrir fjárlög 2012. Ein þeirra hugmynda er að segja upp 157 læknum, eða 314 hjúkrunarfræðingum, draga úr greiðsluþáttöku lyfja um 23% og ýmislegt fleira mætti telja. Rætt er um tilvísunarkerfi, að draga úr þjónustu barnalækna á höfuðborgarsvæðinu og færa þjónustu þeirra til heimilislækna svo eitthvað sé nefnt. Þessar tillögur lýsa vandanum vel, við þurfum því að hagræða innan kerfisins áfram og leggja línur með hvað skuli gera hvar, hvernig og af hverjum. Þarna munu sérhagsmunir vega þungt og vafalítið mun sú virka hótun að fagfólk flýji land og leiti betri kjara vera stöðugt uppi við. Það er auðvitað ekki mögulegt að segja upp 157 læknum, hvað þá heldur 314 hjúkrunarfræðingum. Hins vegar má vissulega auka framleiðni, nýta upplýsingatækni og þá einnig fjarlækningar og stuðning í þessu skyni. Þá er nauðsynlegt að fræða almenning betur um hvert hann geti leitað, jafnvel nýta hjúkrunarfræðinga í símaveri sem leiðbeina um bestu úrlausn hverju sinni og forgangsraða sjúklingum innan kerfisins líkt og gerist á bráðamóttöku sjúkrahúsa. Allt þetta höfum við gert um 25 ára skeið núna hjá Heilsuvernd og með vef okkar www.doktor.is, en betur má ef duga skal. Undirritaður hefur lagt fram tillögur við velferðarráðuneyti um nýtingu úrræða í þessu skyni sem þegar eru til staðar auk þess að bjóðast til að aðstoða eftir fremsta megni um samtengingu sjúkraskráa á landsvísu sem er eitt helsta baráttumál lækna um árabil. Með samstilltu átaki munum við fjölga en ekki fækka læknum á Íslandi og á sama tíma varðveita skilvirkni og gæði þjónustunnar að teknu tilliti til hagkvæmnissjónarmiða. Þannig veitum við öllum landsmönnum bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið var birt skýrsla Boston Consulting Group og úttekt þeirra á heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga sem er aðgengileg á vef velferðarráðuneytisins. Þar koma fram ýmsar gagnlegar upplýsingar og er vert að hrósa þeim fyrir sín störf sem fóru fram á tiltölulega stuttum tíma en gefa engu að síður ágæta mynd af aðstæðum, vandamálum og tækifærum varðandi heilbrigðisþjónustu þvert yfir landið. Það er augljóst að glöggt er gests augað og þegar pólitískum hagsmunum og kjördæmapoti sleppir að ekki sé minnst á sérhagsmuni fæst nokkuð skýr mynd af ástandi mála. Ég er þó handviss um að ýmislegt má gagnrýna í þessari vinnu, en heilt yfir er framsetningin skýr og tillögurnar miðað við gefin markmið róttækar en málefnalegar. Meðal þess sem kemur fram er afburðagóður árangur okkar íslendinga á hinum ýmsu sviðum í alþjóðlegum samanburði, en slíkt höfum við vitað og stært okkur af með réttu undanfarin ár. Nægir þar að nefna lifun eftir hjartaáföll, 5 ára dánartíðni brjóstakrabbameins og ristilkrabbameina. Þá erum við með hátt hlutfall nýrnaþega, ágætan árangur við skurðaðgerðir, einn lægsta burðarmálsdauða í heimi og svona mætti lengi telja. Allur þessi árangur er til kominn vegna þrotlausrar og óeigingjarnar vinnu fagfólks í heilbrigðisstéttum og auðvitað vegna þess að við höfum fram til þessa haft nokkuð óheftan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu, opinberri sem einkarekinni, og þeim lyfjum sem nauðsynleg eru. Í skýrslunni kemur hins vegar einnig fram gagnrýni og þá sérstaklega á skipulag og flæði sjúklinga innan kerfisins, innra gæðastarf í tengslum við tölvukerfi, gagnaöflun og úrvinnslu, auk þess að tekið er sérstaklega á málefnum eldri borgara og skipulagi öldrunarþjónustu. Þá hafa höfundar áhyggjur af því að það vanti heildarsýn í kerfinu, við ofnotum sérgreinalæknaþjónustu, bráðamóttökur sjúkrahúsa og læknavaktir umfram samanburðarþjóðir. Það er áhyggjuefni fyrir íslendinga í þeirri hagræðingarkröfu sem hefur blasað við okkur síðastliðin ár og þeirri staðreynd að við þurfum að breyta kerfinu ef útkomur okkar versna, eða hvað? Höfundar skýrslunnar leggja fram nokkrar áhugaverðar hugmyndir í þeirri viðleitni að lýsa þeirri hagræðingarkröfu sem unnið var með fyrir fjárlög 2012. Ein þeirra hugmynda er að segja upp 157 læknum, eða 314 hjúkrunarfræðingum, draga úr greiðsluþáttöku lyfja um 23% og ýmislegt fleira mætti telja. Rætt er um tilvísunarkerfi, að draga úr þjónustu barnalækna á höfuðborgarsvæðinu og færa þjónustu þeirra til heimilislækna svo eitthvað sé nefnt. Þessar tillögur lýsa vandanum vel, við þurfum því að hagræða innan kerfisins áfram og leggja línur með hvað skuli gera hvar, hvernig og af hverjum. Þarna munu sérhagsmunir vega þungt og vafalítið mun sú virka hótun að fagfólk flýji land og leiti betri kjara vera stöðugt uppi við. Það er auðvitað ekki mögulegt að segja upp 157 læknum, hvað þá heldur 314 hjúkrunarfræðingum. Hins vegar má vissulega auka framleiðni, nýta upplýsingatækni og þá einnig fjarlækningar og stuðning í þessu skyni. Þá er nauðsynlegt að fræða almenning betur um hvert hann geti leitað, jafnvel nýta hjúkrunarfræðinga í símaveri sem leiðbeina um bestu úrlausn hverju sinni og forgangsraða sjúklingum innan kerfisins líkt og gerist á bráðamóttöku sjúkrahúsa. Allt þetta höfum við gert um 25 ára skeið núna hjá Heilsuvernd og með vef okkar www.doktor.is, en betur má ef duga skal. Undirritaður hefur lagt fram tillögur við velferðarráðuneyti um nýtingu úrræða í þessu skyni sem þegar eru til staðar auk þess að bjóðast til að aðstoða eftir fremsta megni um samtengingu sjúkraskráa á landsvísu sem er eitt helsta baráttumál lækna um árabil. Með samstilltu átaki munum við fjölga en ekki fækka læknum á Íslandi og á sama tíma varðveita skilvirkni og gæði þjónustunnar að teknu tilliti til hagkvæmnissjónarmiða. Þannig veitum við öllum landsmönnum bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Höfundur er læknir.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar