NFL: Tebow-ævintýrið að enda? | Patriots sitja hjá í fyrstu umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2011 11:00 Tim Tebow Mynd/Nordic Photos/Getty Tim Tebow og félagar í Denver Broncos áttu ekki góðan dag í ameríska fótboltanum í gær og hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Tom Brady sýndi hinsvegar snilli sína í seinni hálfleik þegar New England Patriots tryggði sér sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar. Þetta var líka góður dagur fyrir Detroit Lions sem eru komnir í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 1999. New England Patriots endaði sex leikja sigurgöngu Tim Tebow og lærisveina hans í Denver Broncos um síðustu helgi og Denver steinlá 14-40 á móti Buffalo Bills í gær. Buffalo Bills var búið að tapa sjö leikjum í röð. Tebow henti boltanum fjórum sinnum frá sér og það bendir margt til þess að Tebow-ævintýrið sé á enda. Denver hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri en þurfa nú að berjast um það við Oakland Raiders í lokaumferðinni. New England Patriots átti skelfilegan fyrri hálfleik á móti Miami Dolphins og lenti 0-17 undir.Tom Brady var frábær í seinni hálfeik og sá til þess að Patriots-liðið vann 27-24. Sigurinn þýðir að Patriots situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Tom Brady.Mynd/Nordic Photos/GettyDetroit Lions vann auðveldan 38-10 sigur á San Diego Chargers og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tólf ár. New York Giants vann 29-14 sigur á nágrönnunum í New York Jets og tryggði sér hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni á móti Dallas Cowboys um næstu helgi. Dallas missti leikstjórnanda sinn Tony Romo meiddan af velli og tapaði 20-7 á móti Philadelphia Eagles en af því að Giants vann Jets þá á draumalið Philadelphia Eagles ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Nýliðinn Cam Newton sló nýliðamet Peyton Manning þegar hann leiddi Carolina Panthers til 48-16 sigurs á Tampa Bay Buccaneers. Manning kastaði 3379 metra í heppnuðum sendingum tímabilið 1998 en Newton hefur nú kastað þegar 3893 metra þegar einn leikur er enn eftir af tímabilinu og gæti því orðið fyrsti nýliðinn sem nær að kasta 4000 þúsund metra á einu tímabili. Úrslitin í gær:Cam Newton.Mynd/Nordic Photos/GettyNew England Patriots-Miami Dolphins 27-24 Baltimore Ravens-Cleveland Browns 20-14 Cincinnati Bengals-Arizona Cardinals 23-16 Washington Redskins-Minnesota Vikings 26-33 Buffalo Bills-Denver Broncos 40-14 Pittsburgh Steelers-St. Louis Rams 27-0 New York Jets-New York Giants 14-29 Carolina Panthers-Tampa Bay Buccaneers 48-16 Tennessee Titans-Jacksonville Jaguars 23-17 Kansas City Chiefs-Oakland Raiders 13-16 (framlenging) Detroit Lions-San Diego Chargers 38-10 Dallas Cowboys-Philadelphia Eagles 7-20 Seattle Seahawks-San Francisco 49Ers 17-19 NFL Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Sjá meira
Tim Tebow og félagar í Denver Broncos áttu ekki góðan dag í ameríska fótboltanum í gær og hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Tom Brady sýndi hinsvegar snilli sína í seinni hálfleik þegar New England Patriots tryggði sér sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar. Þetta var líka góður dagur fyrir Detroit Lions sem eru komnir í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 1999. New England Patriots endaði sex leikja sigurgöngu Tim Tebow og lærisveina hans í Denver Broncos um síðustu helgi og Denver steinlá 14-40 á móti Buffalo Bills í gær. Buffalo Bills var búið að tapa sjö leikjum í röð. Tebow henti boltanum fjórum sinnum frá sér og það bendir margt til þess að Tebow-ævintýrið sé á enda. Denver hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri en þurfa nú að berjast um það við Oakland Raiders í lokaumferðinni. New England Patriots átti skelfilegan fyrri hálfleik á móti Miami Dolphins og lenti 0-17 undir.Tom Brady var frábær í seinni hálfeik og sá til þess að Patriots-liðið vann 27-24. Sigurinn þýðir að Patriots situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Tom Brady.Mynd/Nordic Photos/GettyDetroit Lions vann auðveldan 38-10 sigur á San Diego Chargers og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tólf ár. New York Giants vann 29-14 sigur á nágrönnunum í New York Jets og tryggði sér hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni á móti Dallas Cowboys um næstu helgi. Dallas missti leikstjórnanda sinn Tony Romo meiddan af velli og tapaði 20-7 á móti Philadelphia Eagles en af því að Giants vann Jets þá á draumalið Philadelphia Eagles ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Nýliðinn Cam Newton sló nýliðamet Peyton Manning þegar hann leiddi Carolina Panthers til 48-16 sigurs á Tampa Bay Buccaneers. Manning kastaði 3379 metra í heppnuðum sendingum tímabilið 1998 en Newton hefur nú kastað þegar 3893 metra þegar einn leikur er enn eftir af tímabilinu og gæti því orðið fyrsti nýliðinn sem nær að kasta 4000 þúsund metra á einu tímabili. Úrslitin í gær:Cam Newton.Mynd/Nordic Photos/GettyNew England Patriots-Miami Dolphins 27-24 Baltimore Ravens-Cleveland Browns 20-14 Cincinnati Bengals-Arizona Cardinals 23-16 Washington Redskins-Minnesota Vikings 26-33 Buffalo Bills-Denver Broncos 40-14 Pittsburgh Steelers-St. Louis Rams 27-0 New York Jets-New York Giants 14-29 Carolina Panthers-Tampa Bay Buccaneers 48-16 Tennessee Titans-Jacksonville Jaguars 23-17 Kansas City Chiefs-Oakland Raiders 13-16 (framlenging) Detroit Lions-San Diego Chargers 38-10 Dallas Cowboys-Philadelphia Eagles 7-20 Seattle Seahawks-San Francisco 49Ers 17-19
NFL Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Sjá meira