Félagana Casper Christiansen og Frank Hvam, sem staddir eru hér á landi til að kynna nýju kvikmyndina þeirra KLOVN, má skoða á meðfylgjandi myndum sem teknar voru á veitingahúsinu Austur í kvöld þegar SAMfélagið hélt stórglæsilega VIP veislu þeim til handa.
Félagarnir, sem gista á svítunni á Hótel Holti fljúga á Saga Class með Icelandair, sem þeir dásömuðu í bak og fyrir, aftur heim til Kaupmannahafnar klukkan 08:00 í fyrramálið.
66 gráður norður færðu félögunum dúnúlpur að gjöf og eins og myndirnar sýna voru þeir í skýjunum með úlpurnar.
Í gær, fimmtudag, pöntuðu þeir sér heimsreisuréttinn hjá Fiskfélaginu og djömmuðu síðan fram á rauðanótt í góðra vina hópi á barnum Dillon, sem er uppáhalds barinn þeirra.