Icesave-viðræður ávallt vingjarnlegar – fréttir um hörku rangar 14. janúar 2011 06:00 Icesave-viðræður íslensku sendinefndarinnar undir forystu Svavars Gestssonar og breskra stjórnvalda voru ávallt árangursríkar og vinsamlegar. Frásagnir fjölmiðla um harðar deilur voru ekki á rökum reistar. Þetta segir í minnisblaði sem sendiráð Bandaríkjanna í London sendi utanríkisráðuneytinu í Washington 6. janúar 2010, daginn eftir að Ólafur Ragnar Grímsson synjaði lögum um Icesave-samninginn staðfestingar. Minnisblaðið birtir mat Breta og Bandaríkjamanna á stöðu mála á þeim tímapunkti. Þeir vonuðust eftir því að íslensk stjórnvöld afstýrðu því að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem það gæti þvælt öll mál tengd viðræðum um aðild Íslands að ESB. Heimildarmaður bandarískra sendimanna er Gary Roberts, skrifstofustjóri í breska fjármálaráðuneytinu. Roberts sagði Bandaríkjamönnum að erfitt yrði fyrir Breta að leggjast ekki gegn endurskoðun efnahagsáætlunar AGS fyrir Ísland meðan Icesave-deilan væri óleyst. Endurskoðun væri hvort sem er engum í hag í náinni framtíð þar sem þjóðhagsleg áhrif af ákvörðun forseta Íslands væru óljós. Bretar mundu halda til streitu kröfum um að Íslendingar standi við „skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum" og greiða innstæðutryggingar. Þá sagði Roberts að Bretar vildu ekki tengja Icesave-deiluna umsókn Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu. Þeim væri þó nauðugur einn kostur ef málið kæmi til afgreiðslu í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áður en samningar tækjust um Icesave. Icesave Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Icesave-viðræður íslensku sendinefndarinnar undir forystu Svavars Gestssonar og breskra stjórnvalda voru ávallt árangursríkar og vinsamlegar. Frásagnir fjölmiðla um harðar deilur voru ekki á rökum reistar. Þetta segir í minnisblaði sem sendiráð Bandaríkjanna í London sendi utanríkisráðuneytinu í Washington 6. janúar 2010, daginn eftir að Ólafur Ragnar Grímsson synjaði lögum um Icesave-samninginn staðfestingar. Minnisblaðið birtir mat Breta og Bandaríkjamanna á stöðu mála á þeim tímapunkti. Þeir vonuðust eftir því að íslensk stjórnvöld afstýrðu því að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem það gæti þvælt öll mál tengd viðræðum um aðild Íslands að ESB. Heimildarmaður bandarískra sendimanna er Gary Roberts, skrifstofustjóri í breska fjármálaráðuneytinu. Roberts sagði Bandaríkjamönnum að erfitt yrði fyrir Breta að leggjast ekki gegn endurskoðun efnahagsáætlunar AGS fyrir Ísland meðan Icesave-deilan væri óleyst. Endurskoðun væri hvort sem er engum í hag í náinni framtíð þar sem þjóðhagsleg áhrif af ákvörðun forseta Íslands væru óljós. Bretar mundu halda til streitu kröfum um að Íslendingar standi við „skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum" og greiða innstæðutryggingar. Þá sagði Roberts að Bretar vildu ekki tengja Icesave-deiluna umsókn Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu. Þeim væri þó nauðugur einn kostur ef málið kæmi til afgreiðslu í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áður en samningar tækjust um Icesave.
Icesave Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira