Framkonur spila í kvöld (klukkan 19.00) fyrri leikinn sinn á móti þýska liðinu HSG Bloomberg í 16 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa.
Báðir leikirnir verða leiknir í Framhúsinu en sá seinni fer fram klukkan 16 á morgun.
Framliðið er búið að vinna alla fjóra Evrópuleiki sína til þessa á tímabilinu, á móti svissneska liðinu Brühl og á móti úkraínska liðinu Podatkova.
Heldur sigurganga Framkvenna áfram í Evrópukeppninni?
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
