Lánastofnanir á leigumarkað 22. febrúar 2011 07:00 Fasteignir Samráðshópur velferðarráðuneytisins vinnur að endurskipulagningu húsnæðismarkaðarins.Fréttablaðið/Pjetur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Verið er að kanna hvort leigja eigi út þær tvö þúsund íbúðir sem eru í eigu lífeyrissjóða, banka og annarra lánastofnana í gegnum fasteignafélög sem starfrækt yrðu á leigumarkaði. Samráðshópur á vegum velferðarráðuneytisins hefur átt í viðræðum við lífeyrissjóði, sveitarfélög og lánastofnanir um aðkomu þeirra að slíkum félögum. „Flestir eru sammála um að það þurfi að efla almennan leigumarkað. Lífeyrissjóðirnir eru opnir fyrir þessu. En þeirra fjárfestingar verða eðlilega að skila lágmarksarðsemi,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður hópsins. Sigríður segir að öflugri leigumarkaður geti haft jákvæð áhrif víða í þjóðfélaginu. Hann gæti meðal annars unnið gegn bólumyndun á fasteignamarkaði, auk þess sem meiri sveigjanleiki í húsnæðismálum geti verið hagkvæmur fyrir atvinnu- og efnahagslíf. Leigumarkaðurinn eigi þá að vera raunhæfur valkostur, óháð félagsslegum og efnahagslegum aðstæðum. „Séreignarstefnan hefur lengi verið ríkjandi viðhorf en ekki bara vegna þess að fólki finnist betra að eiga íbúð, heldur líka til að njóta öryggis og stöðugleika,“ segir hún. Kerfi húsaleigubóta og vaxtabóta eru þess eðlis að almenningur er beinlínis hvattur til húsnæðiskaupa, að mati Sigríðar. „Að mínu mati er ekki fært að efla leigumarkað en viðhalda þessum mismun á milli kerfa,“ segir hún. Umsvif á fasteignamarkaði hafa dregist verulega saman frá hruni á meðan tvöföldun hefur verið á leigumarkaði. Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá náði húsnæðismarkaðurinn hámarki árið 2005 þegar nær 16.000 kaupsamningum var þinglýst, en þeir voru rúmlega 4.600 í fyrra. Þinglýstum leigusamningum fjölgaði úr 5.000 árið 2006 upp í rúmlega 10.000 síðustu tvö ár. Samráðshópurinn, sem er meðal annars skipaður fulltrúum stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóða, mun leggja fram tillögur sínar 1. apríl. - þj , sv Fréttir Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Verið er að kanna hvort leigja eigi út þær tvö þúsund íbúðir sem eru í eigu lífeyrissjóða, banka og annarra lánastofnana í gegnum fasteignafélög sem starfrækt yrðu á leigumarkaði. Samráðshópur á vegum velferðarráðuneytisins hefur átt í viðræðum við lífeyrissjóði, sveitarfélög og lánastofnanir um aðkomu þeirra að slíkum félögum. „Flestir eru sammála um að það þurfi að efla almennan leigumarkað. Lífeyrissjóðirnir eru opnir fyrir þessu. En þeirra fjárfestingar verða eðlilega að skila lágmarksarðsemi,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður hópsins. Sigríður segir að öflugri leigumarkaður geti haft jákvæð áhrif víða í þjóðfélaginu. Hann gæti meðal annars unnið gegn bólumyndun á fasteignamarkaði, auk þess sem meiri sveigjanleiki í húsnæðismálum geti verið hagkvæmur fyrir atvinnu- og efnahagslíf. Leigumarkaðurinn eigi þá að vera raunhæfur valkostur, óháð félagsslegum og efnahagslegum aðstæðum. „Séreignarstefnan hefur lengi verið ríkjandi viðhorf en ekki bara vegna þess að fólki finnist betra að eiga íbúð, heldur líka til að njóta öryggis og stöðugleika,“ segir hún. Kerfi húsaleigubóta og vaxtabóta eru þess eðlis að almenningur er beinlínis hvattur til húsnæðiskaupa, að mati Sigríðar. „Að mínu mati er ekki fært að efla leigumarkað en viðhalda þessum mismun á milli kerfa,“ segir hún. Umsvif á fasteignamarkaði hafa dregist verulega saman frá hruni á meðan tvöföldun hefur verið á leigumarkaði. Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá náði húsnæðismarkaðurinn hámarki árið 2005 þegar nær 16.000 kaupsamningum var þinglýst, en þeir voru rúmlega 4.600 í fyrra. Þinglýstum leigusamningum fjölgaði úr 5.000 árið 2006 upp í rúmlega 10.000 síðustu tvö ár. Samráðshópurinn, sem er meðal annars skipaður fulltrúum stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóða, mun leggja fram tillögur sínar 1. apríl. - þj , sv
Fréttir Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira