Verslunin Kostur birtir nú auglýsingu á vefnum þar sem starfsmenn Bónuss eru sýndir versla í Kosti. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir starfsmennina hafa verið myndaða við verðkönnun í versluninni.
„Eigendur Kosts eru og hafa alltaf verið velkomnir að gera verðkannanir í verslunum Bónuss,“ segir Guðmundur.
„En Kostur hefur bannað okkur að gera verðkannanir hjá sér, þannig að við höfum þurft að versla til þess að sjá verðið hjá þeim. Þetta er þeirra ákvörðun og það er ekkert meira um það að segja.“- sv
Myndaðir við verðkönnun
