Konunglegur niðurskurður 22. febrúar 2011 10:00 Sátt við gestalistann Vilhjálmur og Kate Middleton ganga í hjónaband hinn 29. apríl næstkomandi. 1.900 gestir fá að sækja athöfnina sjálfa en aðeins þrjú hundruð er boðið í kvöldverðinn sem Karl Bretaprins heldur.Nordic Photos/Getty Stóra málið í Bretlandi er án nokkurs vafa að 1.900 manns fengu um helgina boðskort í brúðkaup þessa áratugar, hjá þeim Kate Middleton og Vilhjálmi Bretaprins. Breskir fjölmiðlar höfðu spáð því að brúðkaupið yrði ekkert VIP-partí fyrir fræga og fína fólkið. Vissulega fá þessir 1.900 að vera viðstaddir giftinguna sjálfa í Westminster Abbey hinn 29. apríl. Meðal þeirra sem eru á listanum eru Beckham-hjónin og David Cameron en Vilhjálmur kynntist þeim náið þegar þeir unnu að því að fá HM í knattspyrnu til Englands. Elton John er að sjálfsögðu einnig á listanum en breskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um fjarveru Söruh Ferguson, hertogaynjunnar af York. Hún var náin vinkona Díönu prinsessu á sínum tíma en talið er að nýlegt hneykslismál, þar sem Sarah reyndi að selja aðgang að fyrrverandi eiginmanni sínum, hafi gert útslagið. Þegar hjónaleysin hafa sagt gullnu orðin og játast hvort öðru frammi fyrir Guði og mönnum verður skorið rækilega niður á gestalistanum og fræga fólkinu fækkað, því aðeins sex hundruð fá að sækja sérstakan hádegisverð í boði Elísabetar drottningar. Þar er fastlega reiknað með því að meirihluti gestanna verði vinir parsins. Vilhjálmur hefur enda eytt miklum tíma í breska hernum og eignast marga nána félaga og hið sama má segja um Kate og skólasystur hennar. Fjölmiðlar hafa þó ekki enn komist á snoðir um hverjir hlutu boð í þá veislu. Þeir sem fá þrjú boðskort geta svo sannarlega sagst þekkja brúðhjónin, því aðeins 300 er boðið í kvöldverð sem Karl Bretaprins heldur. Gert er ráð fyrir að í því teiti verði dansað langt fram á nótt og drukkið. „Þetta brúðkaup á að endurspegla þeirra opinbera og persónulega líf," hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum í konungsfjölskyldunni.- fgg Lífið William & Kate Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Sjá meira
Stóra málið í Bretlandi er án nokkurs vafa að 1.900 manns fengu um helgina boðskort í brúðkaup þessa áratugar, hjá þeim Kate Middleton og Vilhjálmi Bretaprins. Breskir fjölmiðlar höfðu spáð því að brúðkaupið yrði ekkert VIP-partí fyrir fræga og fína fólkið. Vissulega fá þessir 1.900 að vera viðstaddir giftinguna sjálfa í Westminster Abbey hinn 29. apríl. Meðal þeirra sem eru á listanum eru Beckham-hjónin og David Cameron en Vilhjálmur kynntist þeim náið þegar þeir unnu að því að fá HM í knattspyrnu til Englands. Elton John er að sjálfsögðu einnig á listanum en breskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um fjarveru Söruh Ferguson, hertogaynjunnar af York. Hún var náin vinkona Díönu prinsessu á sínum tíma en talið er að nýlegt hneykslismál, þar sem Sarah reyndi að selja aðgang að fyrrverandi eiginmanni sínum, hafi gert útslagið. Þegar hjónaleysin hafa sagt gullnu orðin og játast hvort öðru frammi fyrir Guði og mönnum verður skorið rækilega niður á gestalistanum og fræga fólkinu fækkað, því aðeins sex hundruð fá að sækja sérstakan hádegisverð í boði Elísabetar drottningar. Þar er fastlega reiknað með því að meirihluti gestanna verði vinir parsins. Vilhjálmur hefur enda eytt miklum tíma í breska hernum og eignast marga nána félaga og hið sama má segja um Kate og skólasystur hennar. Fjölmiðlar hafa þó ekki enn komist á snoðir um hverjir hlutu boð í þá veislu. Þeir sem fá þrjú boðskort geta svo sannarlega sagst þekkja brúðhjónin, því aðeins 300 er boðið í kvöldverð sem Karl Bretaprins heldur. Gert er ráð fyrir að í því teiti verði dansað langt fram á nótt og drukkið. „Þetta brúðkaup á að endurspegla þeirra opinbera og persónulega líf," hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum í konungsfjölskyldunni.- fgg
Lífið William & Kate Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning