Icesave snýr stjórnlagaþingi 23. febrúar 2011 07:00 Flest bendir til að nefnd um framhald stjórnarskrárbreytinga leggi til að þeir 25 sem kjörnir voru til setu á stjórnlagaþing verði skipaðir í stjórnlagaráð. Það verði Alþingi ráðgefandi um breytingar á stjórnarskránni. Ákvörðun forsetans um að vísa Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hleypti upp áformum nefndarinnar. Á föstudag var meirihluti nefndarinnar eindregið þeirrar skoðunar að legga bæri til að fram færi uppkosning – að kosið yrði á ný á milli þeirra sem buðu sig fram í kosningunni í nóvember – þótt fulltrúi Vinstri grænna hefði haft fyrirvara á vegna kostnaðar. Ákvörðun forseta á sunnudag varð til þess að meirihluti nefndarinnar lítur ekki lengur á uppkosningu sem vænlegan kost. Ómögulegt sé að reka tvenns konar kosningabaráttu samtímis, það er að fjalla um kosti og galla Icesave-laganna og framboð til stjórnlagaþings. Meðal þess fyrsta sem forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu eftir að ákvörðun forseta lá fyrir var að hugsanlega bæri að kjósa til stjórnlagaþings samhliða Icesave. Sú yfirlýsing kom stjórnlagaþingsnefndinni á óvart og þykja, samkvæmt samtölum Fréttablaðsins við nefndarmenn, óheppileg inngrip í störf hennar. En hvað sem þeim líður virðist meirihluti nefndarinnar þeirrar skoðunar að í ljósi aðstæðna beri að leggja til við þing og ríkisstjórn að skipað verði stjórnlagaráð til að fjalla um breytingar á stjórnarskrá. Reynt verður að ná sátt um málið á fundi stjórnlagaþingsnefndarinnar klukkan fimm í dag. Ef það tekst ekki verður málið afgreitt í ágreiningi á fimmtudag. Nefndin er einungis ráðgefandi og það er Alþingis að taka ákvörðun um afdrif málsins. Færi svo að Alþingi ákvæði að kosið skyldi að nýju til stjórnlagaþings stæði eftir að ákveða hvenær. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa sagt borðleggjandi að gera það samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að stjórnarliðar telji það nú hæpinn möguleika, ekki síst vegna harðrar andstöðu sjálfstæðismanna við þá hugmynd, sem kom meðal annars skýrt í ljós á Alþingi í gær. Til að kjósa á ný til stjórnlagaþings þyrfti að breyta lögum um stjórnlagaþing frá í fyrrasumar. Stjórnarliðar óttast að sjálfstæðismenn myndu tefja þá lagabreytingu nógu lengi til að hún tækist ekki í tíma.- bþs, sh Fréttir Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Flest bendir til að nefnd um framhald stjórnarskrárbreytinga leggi til að þeir 25 sem kjörnir voru til setu á stjórnlagaþing verði skipaðir í stjórnlagaráð. Það verði Alþingi ráðgefandi um breytingar á stjórnarskránni. Ákvörðun forsetans um að vísa Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hleypti upp áformum nefndarinnar. Á föstudag var meirihluti nefndarinnar eindregið þeirrar skoðunar að legga bæri til að fram færi uppkosning – að kosið yrði á ný á milli þeirra sem buðu sig fram í kosningunni í nóvember – þótt fulltrúi Vinstri grænna hefði haft fyrirvara á vegna kostnaðar. Ákvörðun forseta á sunnudag varð til þess að meirihluti nefndarinnar lítur ekki lengur á uppkosningu sem vænlegan kost. Ómögulegt sé að reka tvenns konar kosningabaráttu samtímis, það er að fjalla um kosti og galla Icesave-laganna og framboð til stjórnlagaþings. Meðal þess fyrsta sem forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu eftir að ákvörðun forseta lá fyrir var að hugsanlega bæri að kjósa til stjórnlagaþings samhliða Icesave. Sú yfirlýsing kom stjórnlagaþingsnefndinni á óvart og þykja, samkvæmt samtölum Fréttablaðsins við nefndarmenn, óheppileg inngrip í störf hennar. En hvað sem þeim líður virðist meirihluti nefndarinnar þeirrar skoðunar að í ljósi aðstæðna beri að leggja til við þing og ríkisstjórn að skipað verði stjórnlagaráð til að fjalla um breytingar á stjórnarskrá. Reynt verður að ná sátt um málið á fundi stjórnlagaþingsnefndarinnar klukkan fimm í dag. Ef það tekst ekki verður málið afgreitt í ágreiningi á fimmtudag. Nefndin er einungis ráðgefandi og það er Alþingis að taka ákvörðun um afdrif málsins. Færi svo að Alþingi ákvæði að kosið skyldi að nýju til stjórnlagaþings stæði eftir að ákveða hvenær. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa sagt borðleggjandi að gera það samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að stjórnarliðar telji það nú hæpinn möguleika, ekki síst vegna harðrar andstöðu sjálfstæðismanna við þá hugmynd, sem kom meðal annars skýrt í ljós á Alþingi í gær. Til að kjósa á ný til stjórnlagaþings þyrfti að breyta lögum um stjórnlagaþing frá í fyrrasumar. Stjórnarliðar óttast að sjálfstæðismenn myndu tefja þá lagabreytingu nógu lengi til að hún tækist ekki í tíma.- bþs, sh
Fréttir Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira