Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega þrítugan mann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.
Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt sunnudagsins 19. september 2010 slegið annan mann í höfuðið með glerglasi sem brotnaði.
Síðan hafi hann slegið fórnarlambið ítrekað í andlitið og handleggi, með þeim afleiðingum að sá sem ráðist var á hlaut sár á höfði og eymsli í kjálka, bólgu í kjálkaliðum og bólgur á handleggjum.- jss
