Liðsmenn meirihlutaflokka ekki einhuga 26. febrúar 2011 03:00 Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra er andvígur því að stjórnlagaþingmenn úr ógildri kosningu verði skipaðir í stjórnlagaráð í staðinn.FRéttablaðið/Stefán Ekki er alger einhugur í flokkunum fjórum sem stóðu að áliti meirihluta nefndar um að 25 einstaklingar sem efstir urðu í ógildu kjöri til stjórnlagaþings verði skipaðir í sérstakt stjórnlagaráð. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra úr VG, sagði í gær að tillagan gengi gegn dómi Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar. Birkir Jón Jónsson, alþingismaður úr Framsóknarflokki, lýsti sig sömuleiðis andvígan tillögunni í gær og er því á öndverðum meiði við Höskuld Þórhallsson, flokksbróður sinn úr þingmannanefndinni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í gær að þingsályktunartillaga um stjórnlagaþingið yrði lögð fram á næstu dögum. Enn fremur yrði lagt fram frumvarp um að afnema lögin sem kosið var eftir til stjórnlagaþingsins. „Ég á ekki von á öðru en að tillagan njóti yfirgnæfandi stuðnings í þingflokki Samfylkingarinnar,“ segir þingflokksformaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir. Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar, segir alla þrjá þingmenn flokksins styðja málið þótt það sé á veikum grunni. „Það sem skipti höfuðmáli í okkar huga er að það sé í höndum ráðsins hvenær það kallar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sínar tillögur,“ segir Birgitta sem kveður þetta atriði munu verða skýrt í þingsályktunartillögunni. Sjálfstæðismenn skiluðu einir minnihlutaáliti í nefndinni. Einar K. Guðfinnsson, varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði alla liðsmenn hans andvíga tillögunni. „Við erum algjörlega á móti þessum skrípaleik og teljum þetta skýrt merki um einbeittan vilja til að sniðganga vilja Hæstaréttar,“ segir Einar. - gar Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Ekki er alger einhugur í flokkunum fjórum sem stóðu að áliti meirihluta nefndar um að 25 einstaklingar sem efstir urðu í ógildu kjöri til stjórnlagaþings verði skipaðir í sérstakt stjórnlagaráð. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra úr VG, sagði í gær að tillagan gengi gegn dómi Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar. Birkir Jón Jónsson, alþingismaður úr Framsóknarflokki, lýsti sig sömuleiðis andvígan tillögunni í gær og er því á öndverðum meiði við Höskuld Þórhallsson, flokksbróður sinn úr þingmannanefndinni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í gær að þingsályktunartillaga um stjórnlagaþingið yrði lögð fram á næstu dögum. Enn fremur yrði lagt fram frumvarp um að afnema lögin sem kosið var eftir til stjórnlagaþingsins. „Ég á ekki von á öðru en að tillagan njóti yfirgnæfandi stuðnings í þingflokki Samfylkingarinnar,“ segir þingflokksformaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir. Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar, segir alla þrjá þingmenn flokksins styðja málið þótt það sé á veikum grunni. „Það sem skipti höfuðmáli í okkar huga er að það sé í höndum ráðsins hvenær það kallar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sínar tillögur,“ segir Birgitta sem kveður þetta atriði munu verða skýrt í þingsályktunartillögunni. Sjálfstæðismenn skiluðu einir minnihlutaáliti í nefndinni. Einar K. Guðfinnsson, varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði alla liðsmenn hans andvíga tillögunni. „Við erum algjörlega á móti þessum skrípaleik og teljum þetta skýrt merki um einbeittan vilja til að sniðganga vilja Hæstaréttar,“ segir Einar. - gar
Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira