Elti innbrotsþjóf með öxi og Rottweiler-tík 16. mars 2011 08:30 Lúðvík Kjartan Kristjánsson og tíkin París náðu innbrotsþjófi sem reyndi að komast undan úr Veiðiportinu. Tómas Skúlason, eigandi verslunarinnar, hugar að skemmdum á hurðinni. Fréttablaðið/GVA „Adrenalínið tók völdin," segir Lúðvík Kjartan Kristjánsson, sem um þarsíðustu helgi elti tvo innbrotsþjófa frá Veiðiportinu á Grandagarði. Lúðvík segir að hann hafi lagt sig á vinnustofu sinni fyrir ofan Veiðiportið þegar hann heyrði mikla háreysti milli klukkan þrjú og fjögur aðfaranótt sunnudags. „Það var eins og verið væri að berja járni í gler við hurðina að stigaganginum hjá mér en ég sá ekkert þegar ég gáði fram. Um leið og ég kom aftur inn til mín heyrði ég brothljóð og viðvörunarkerfið fór í gang í búðinni. Ég stökk þá í skó, kippti með mér exi úr verkfærakassanum og tók Rottweiler-hundinn minn með hér. Þegar ég kom út sá ég tvo innbrotsþjófa á flótta," lýsir Lúðvík atburðarásinni. Hundur Lúðvíks er fjögurra ára gömul verðlaunatík sem gegnir nafninu París og er tæp sextíu kíló. Óárennilegur gripur en vel þjálfaður af eigandanum. Lúðvík sigaði París á þann þjófinn sem nær honum var. „Hundurinn náði þjófnum upp við vegg og urraði á hann til að passa að hann færi ekki neitt enda hallaði hann sér bara upp að veggnum og lyfti upp höndum. Þá gekk ég með hann upp í 10-11 á Seljavegi og bað öryggisvörð að taka við honum og hringja á lögregluna. Síðan hljóp ég út til að ná hinum þjófinum en hann var þá horfinn með vöðlur úttroðnar af þýfi," segir Lúðvík. Þegar Lúðvík og París komu aftur í 10-11 var fyrri þjófurinn að ganga þaðan út. „Ég fór með hann aftur inn í búðina en þá gerði öryggisvörðurinn bara athugasemd við að ég væri með exi inni í búðinni. Ég var ekki að fara að hlaupa út án þess að vera með neitt í höndunum gegn svona mönnum og útskýrði það fyrir honum áður en ég bað hann aftur um að gjöra svo vel að hringja á lögregluna og leyfa ekki manninum að fara." Lúðvík fór við svo búið aftur að Veiðiportinu. Þar var mættur öryggisvörður sem hringdi í lögregluna. „Þegar lögreglan kom í 10-11 var þar enginn innbrotsþjófur. Öryggisvörðurinn þar kvartaði bara undan manni sem hefði verið þar inni með exi," segir Lúðvík. Þegar lögreglan kom í Veiðiportið og Lúðvík heyrði lýsinguna á manninum úr 10-11 sagði hann þeim að þeir þyrftu ekki að leita langt því hann stæði fyrir framan þá. „Þeir hlógu að þessu en þökkuðu mér og París fyrir því þeir gátu þekkt manninn af eftirlitsmyndavélum í 10-11. Þetta er maður sem þeir kannast vel við." Lúðvík segir adrenalínið einfaldlega hafa rekið hann áfram til að elta þjófana. „Svo fær maður dálítinn aukakraft af því að vera með Rottweiler við hliðina á sér." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira
„Adrenalínið tók völdin," segir Lúðvík Kjartan Kristjánsson, sem um þarsíðustu helgi elti tvo innbrotsþjófa frá Veiðiportinu á Grandagarði. Lúðvík segir að hann hafi lagt sig á vinnustofu sinni fyrir ofan Veiðiportið þegar hann heyrði mikla háreysti milli klukkan þrjú og fjögur aðfaranótt sunnudags. „Það var eins og verið væri að berja járni í gler við hurðina að stigaganginum hjá mér en ég sá ekkert þegar ég gáði fram. Um leið og ég kom aftur inn til mín heyrði ég brothljóð og viðvörunarkerfið fór í gang í búðinni. Ég stökk þá í skó, kippti með mér exi úr verkfærakassanum og tók Rottweiler-hundinn minn með hér. Þegar ég kom út sá ég tvo innbrotsþjófa á flótta," lýsir Lúðvík atburðarásinni. Hundur Lúðvíks er fjögurra ára gömul verðlaunatík sem gegnir nafninu París og er tæp sextíu kíló. Óárennilegur gripur en vel þjálfaður af eigandanum. Lúðvík sigaði París á þann þjófinn sem nær honum var. „Hundurinn náði þjófnum upp við vegg og urraði á hann til að passa að hann færi ekki neitt enda hallaði hann sér bara upp að veggnum og lyfti upp höndum. Þá gekk ég með hann upp í 10-11 á Seljavegi og bað öryggisvörð að taka við honum og hringja á lögregluna. Síðan hljóp ég út til að ná hinum þjófinum en hann var þá horfinn með vöðlur úttroðnar af þýfi," segir Lúðvík. Þegar Lúðvík og París komu aftur í 10-11 var fyrri þjófurinn að ganga þaðan út. „Ég fór með hann aftur inn í búðina en þá gerði öryggisvörðurinn bara athugasemd við að ég væri með exi inni í búðinni. Ég var ekki að fara að hlaupa út án þess að vera með neitt í höndunum gegn svona mönnum og útskýrði það fyrir honum áður en ég bað hann aftur um að gjöra svo vel að hringja á lögregluna og leyfa ekki manninum að fara." Lúðvík fór við svo búið aftur að Veiðiportinu. Þar var mættur öryggisvörður sem hringdi í lögregluna. „Þegar lögreglan kom í 10-11 var þar enginn innbrotsþjófur. Öryggisvörðurinn þar kvartaði bara undan manni sem hefði verið þar inni með exi," segir Lúðvík. Þegar lögreglan kom í Veiðiportið og Lúðvík heyrði lýsinguna á manninum úr 10-11 sagði hann þeim að þeir þyrftu ekki að leita langt því hann stæði fyrir framan þá. „Þeir hlógu að þessu en þökkuðu mér og París fyrir því þeir gátu þekkt manninn af eftirlitsmyndavélum í 10-11. Þetta er maður sem þeir kannast vel við." Lúðvík segir adrenalínið einfaldlega hafa rekið hann áfram til að elta þjófana. „Svo fær maður dálítinn aukakraft af því að vera með Rottweiler við hliðina á sér." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira