Marcus tók stigametið af Damon Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2011 07:00 Marcus Walker átti einstaka úrslitakeppni með KR.Fréttablaðið/Anton Marcus Walker verður örugglega á milli tannanna hjá íslensku körfuboltafólki um ókomna tíð eftir magnaða frammistöðu sína í úrslitakeppninni. Þegar menn fóru að skoða sögubækurnar betur kom líka í ljós að spilamennska þessa eldfljóta og stórskemmtilega bakvarðar væri einstök í 28 ára sögu úrslitakeppninnar. Marcus sló nefnilega tólf ára stigamet Damons Johnson með því að skora 332 stig í 11 leikjum KR í úrslitakeppninni en það gera 30,2 stig að meðaltali í leik. Walker bætti metið þegar hann gerði nánast út um leikinn með frábærum þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 18 af 40 stigum sínum í leiknum á þriðjudagskvöldið. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, ætlar að semja við Marcus og alla aðra leikmenn liðsins fyrir lokahóf KKÍ. "Ég sest niður með honum áður en hann fer aftur til Bandaríkjanna og vænti þess að við skrifum undir samning. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort það verða einhver ákvæði í þeim samningi um tilboð frá liðum utan Íslands. Þá væri honum eins og gefur að skilja heimilt að stökkva á það enda eru eru meiri peningar í boði," segir Böðvar. "Þessi strákur er bara topp eintak og mér myndi ekki bregða við það ef hann kæmi aftur til Íslands og tæki annað ár með okkur. Honum líður mjög vel hérna og nýtur sín virkilega. Þetta er líka kornungur strákur og það væri ekkert vitlaust fyrir hann að taka eitt ár til viðbótar hér," segir Böðvar. Damon og Walker eru nú tveir af aðeins fjórum meðlimum í 300 stiga klúbbnum því Damon bætti á sínum tíma met Rondey Robinson sem skoraði 313 stig með Njarðvík í úrslitakeppninni 1995. Derrick Allen var síðastur á undan Walker til að bætast í hópinn. Marcus Walker skoraði 33 stig eða meira í þremur síðustu leikjum KR-liðsins í úrslitakeppninni, rauf 30 stiga múrinn í sex leikjum og var með 20 stig eða meira í öllum ellefu leikjunum. Walker var með 32,5 stig að meðaltali í úrslitaeinvíginu þar sem hann hitti úr 67 prósentum þriggja stiga skota sinna (14 af 21) og tapaði aðeins 2 boltum á 143 mínútum. Dominos-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Sjá meira
Marcus Walker verður örugglega á milli tannanna hjá íslensku körfuboltafólki um ókomna tíð eftir magnaða frammistöðu sína í úrslitakeppninni. Þegar menn fóru að skoða sögubækurnar betur kom líka í ljós að spilamennska þessa eldfljóta og stórskemmtilega bakvarðar væri einstök í 28 ára sögu úrslitakeppninnar. Marcus sló nefnilega tólf ára stigamet Damons Johnson með því að skora 332 stig í 11 leikjum KR í úrslitakeppninni en það gera 30,2 stig að meðaltali í leik. Walker bætti metið þegar hann gerði nánast út um leikinn með frábærum þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 18 af 40 stigum sínum í leiknum á þriðjudagskvöldið. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, ætlar að semja við Marcus og alla aðra leikmenn liðsins fyrir lokahóf KKÍ. "Ég sest niður með honum áður en hann fer aftur til Bandaríkjanna og vænti þess að við skrifum undir samning. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort það verða einhver ákvæði í þeim samningi um tilboð frá liðum utan Íslands. Þá væri honum eins og gefur að skilja heimilt að stökkva á það enda eru eru meiri peningar í boði," segir Böðvar. "Þessi strákur er bara topp eintak og mér myndi ekki bregða við það ef hann kæmi aftur til Íslands og tæki annað ár með okkur. Honum líður mjög vel hérna og nýtur sín virkilega. Þetta er líka kornungur strákur og það væri ekkert vitlaust fyrir hann að taka eitt ár til viðbótar hér," segir Böðvar. Damon og Walker eru nú tveir af aðeins fjórum meðlimum í 300 stiga klúbbnum því Damon bætti á sínum tíma met Rondey Robinson sem skoraði 313 stig með Njarðvík í úrslitakeppninni 1995. Derrick Allen var síðastur á undan Walker til að bætast í hópinn. Marcus Walker skoraði 33 stig eða meira í þremur síðustu leikjum KR-liðsins í úrslitakeppninni, rauf 30 stiga múrinn í sex leikjum og var með 20 stig eða meira í öllum ellefu leikjunum. Walker var með 32,5 stig að meðaltali í úrslitaeinvíginu þar sem hann hitti úr 67 prósentum þriggja stiga skota sinna (14 af 21) og tapaði aðeins 2 boltum á 143 mínútum.
Dominos-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Sjá meira