Árið sem ógeðið byrjaði Sveinn Rúnar Hauksson og Anna Pála Sverrisdóttir skrifar 14. maí 2011 07:00 Palestína Sveinn Rúnar Hauksson Anna Pála Sverrisdóttir höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Ógeðið heitir Nakba á arabísku og þýðir því sem næst katastrófan, stóra áfallið eða hörmungarnar. Árið var 1948 og það ár var Ísraelsríki stofnað þann 14. maí. Vel vopnuðum hópum innfluttra gyðinga tókst með hryðjuverkum að hrekja stóran hluta palestínsku íbúanna burt frá sínu heimalandi, ekki færri en 700 þúsund manns. Nakba táknar líka hernámið sem staðið hefur í 63 ár, og það felur í sér margt ógeðið. Ekkert hernám einnar þjóðar á annarri í samtímasögunni hefur staðið eins lengi. Samt bendir ekkert til að leiðtogar Ísraels láti sér detta í hug af alvöru að skila herteknu landi, hvað þá hleypa fimm milljónum flóttamanna aftur heim. Síðastliðin 20 ár hefur viss friðarviðleitni verið í gangi, að minnsta kosti í orði, og er það Bandaríkjastjórn sem hefur haft frumkvæðið. Þessi viðleitni hefur þó ekki fært Ísrael og Palestínu nær réttlátri lausn. Þvert á móti hefur hernámið látlaust sótt á með aukinni landtöku frá Palestínumönnum, byggingu aðskilnaðarmúrs, skipulagðra morða á forystumönnum og stórfelldum stríðsaðgerðum gegn íbúum á Gaza. Ísrael hefur tekist með aðstoð Bandaríkjanna að snúa öðrum ríkjum gegn palestínsku þjóðinni og sjálfsákvörðunarrétti hennar. Þannig var þjóðinni sem heild og sérstaklega íbúum Gaza-svæðisins refsað fyrir að kjósa yfir sig Hamas-samtökin. Hjá leiðtogum Evrópuríkja jafnt og í Bandaríkjunum hefur ísraelski áróðurinn um Hamas endurómað. Þar er þráfaldlega staglast á því að Hamas vilji ekki viðurkenna Ísrael, enda þótt stefna Hamas allt frá árinu 2003 hafi verið friðsamleg sambúð við Ísrael innan landamæranna frá 1967. Ísland þarf af rífa sig út úr þessu samkvæmi og virða í verki sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar. Síðustu ár höfum við tekið mikilvæg skref í þá átt en betur má ef duga skal. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða, frjálsa og fullvalda Palestínu. Utanríkisráðherra okkar á enn eftir að fara í mikilvæga ferð til Gaza og hitta stjórnvöld þar að máli, leiðtoga Hamas, Fatah og annarra stjórnmálasamtaka. Þetta er í samræmi við stefnu Alþingis og með slíkri ferð leggur utanríkisráðherrann af mörkum til þess lífsnauðsynlega sáttaferlis sem nýlega er hafið hjá Palestínumönnum. Án sátta og sameinaðrar forystu útávið geta Palestínumenn ekki mætt til raunverulegra friðarviðræðna. Allt frá fyrstu dögum Nakba hefur hernámið og landránið vaxið stöðugt og ekkert bent til að Ísraelsríki ætlaði að beygja af þeirri braut. Engu að síður hefur friðarviljinn lifað af meðal Palestínumanna og stjórnmálasamtaka þeirra. Öll eru þau reiðubúin til að sætta sig við þá sögulegu eftirgjöf að Ísrael haldi nærri fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu og ríki þeirra verði á þeim 22 % sem eru Gaza, Vesturbakkinn og Austur-Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Palestína Sveinn Rúnar Hauksson Anna Pála Sverrisdóttir höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Ógeðið heitir Nakba á arabísku og þýðir því sem næst katastrófan, stóra áfallið eða hörmungarnar. Árið var 1948 og það ár var Ísraelsríki stofnað þann 14. maí. Vel vopnuðum hópum innfluttra gyðinga tókst með hryðjuverkum að hrekja stóran hluta palestínsku íbúanna burt frá sínu heimalandi, ekki færri en 700 þúsund manns. Nakba táknar líka hernámið sem staðið hefur í 63 ár, og það felur í sér margt ógeðið. Ekkert hernám einnar þjóðar á annarri í samtímasögunni hefur staðið eins lengi. Samt bendir ekkert til að leiðtogar Ísraels láti sér detta í hug af alvöru að skila herteknu landi, hvað þá hleypa fimm milljónum flóttamanna aftur heim. Síðastliðin 20 ár hefur viss friðarviðleitni verið í gangi, að minnsta kosti í orði, og er það Bandaríkjastjórn sem hefur haft frumkvæðið. Þessi viðleitni hefur þó ekki fært Ísrael og Palestínu nær réttlátri lausn. Þvert á móti hefur hernámið látlaust sótt á með aukinni landtöku frá Palestínumönnum, byggingu aðskilnaðarmúrs, skipulagðra morða á forystumönnum og stórfelldum stríðsaðgerðum gegn íbúum á Gaza. Ísrael hefur tekist með aðstoð Bandaríkjanna að snúa öðrum ríkjum gegn palestínsku þjóðinni og sjálfsákvörðunarrétti hennar. Þannig var þjóðinni sem heild og sérstaklega íbúum Gaza-svæðisins refsað fyrir að kjósa yfir sig Hamas-samtökin. Hjá leiðtogum Evrópuríkja jafnt og í Bandaríkjunum hefur ísraelski áróðurinn um Hamas endurómað. Þar er þráfaldlega staglast á því að Hamas vilji ekki viðurkenna Ísrael, enda þótt stefna Hamas allt frá árinu 2003 hafi verið friðsamleg sambúð við Ísrael innan landamæranna frá 1967. Ísland þarf af rífa sig út úr þessu samkvæmi og virða í verki sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar. Síðustu ár höfum við tekið mikilvæg skref í þá átt en betur má ef duga skal. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða, frjálsa og fullvalda Palestínu. Utanríkisráðherra okkar á enn eftir að fara í mikilvæga ferð til Gaza og hitta stjórnvöld þar að máli, leiðtoga Hamas, Fatah og annarra stjórnmálasamtaka. Þetta er í samræmi við stefnu Alþingis og með slíkri ferð leggur utanríkisráðherrann af mörkum til þess lífsnauðsynlega sáttaferlis sem nýlega er hafið hjá Palestínumönnum. Án sátta og sameinaðrar forystu útávið geta Palestínumenn ekki mætt til raunverulegra friðarviðræðna. Allt frá fyrstu dögum Nakba hefur hernámið og landránið vaxið stöðugt og ekkert bent til að Ísraelsríki ætlaði að beygja af þeirri braut. Engu að síður hefur friðarviljinn lifað af meðal Palestínumanna og stjórnmálasamtaka þeirra. Öll eru þau reiðubúin til að sætta sig við þá sögulegu eftirgjöf að Ísrael haldi nærri fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu og ríki þeirra verði á þeim 22 % sem eru Gaza, Vesturbakkinn og Austur-Jerúsalem.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun