Aska yfir Reykjavík 24. maí 2011 04:00 Öskumistrið sem lagðist yfir á sunnudagskvöld lá enn yfir í gær og hélt skólabörnum innandyra. Fréttablaðið/Daníel Grunnskólar og leikskólar á höfuðborgarsvæðinu héldu almennt börnum innandyra í gær vegna svifryksmengunar. Sama gilti um skóla fyrir austan fjall. María Róbertsdóttir, leiðbeinandi á leikskólanum Geislabaugi í Grafarholti, segir börnin hafa verið inni allan daginn. „Þeim fannst þetta allt í lagi enda eru þau vön að vera inni einn og einn dag vegna veðurs.“ Óskar S. Einarsson, skólastjóri Fossvogsskóla, kvað algera stillu hafa verið í Fossvogsdalnum fyrir hádegi og börnunum þá verið haldið inni í frímínútum. „Ef maður stappaði niður fótum eða driplaði bolta þá sást að það þyrlaðist upp ryk,“ sagði Óskar sem endurmat stöðuna í hádeginu og gaf börnunum val um að fara út. „Það voru einstaka sem nýttu sér það en flestir voru inni.“ Jónína Ágústsdóttir, skólastjóri Akurskóla í Njarðvíkum, sagði að þar hefði ekkert verið því til fyrirstöðu að hleypa börnunum út. Tveir bekkir ellefu og tólf ára barna hafi fylgt eftir áformum um að fara í skoðunarferð til Reykjavíkur. „Við létum þau hafa grímur en þegar til kom þá vildu þau ekki nota þær því þeim fannst ekki vera svo mikil aska,“ sagði Jónína. Í Vesturbæjarskóla í Reykjavík voru krakkarnir inni fram að hádegi. Hildur Hafstað segir börnin hafa fengið að fara út í frímínútur í hádeginu. „Þau þurfa að fá að hlaupa dálítið og voru óskaplega ánægð þegar þau fengu að fara út,“ sagði Hildur. - gar Grímsvötn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Grunnskólar og leikskólar á höfuðborgarsvæðinu héldu almennt börnum innandyra í gær vegna svifryksmengunar. Sama gilti um skóla fyrir austan fjall. María Róbertsdóttir, leiðbeinandi á leikskólanum Geislabaugi í Grafarholti, segir börnin hafa verið inni allan daginn. „Þeim fannst þetta allt í lagi enda eru þau vön að vera inni einn og einn dag vegna veðurs.“ Óskar S. Einarsson, skólastjóri Fossvogsskóla, kvað algera stillu hafa verið í Fossvogsdalnum fyrir hádegi og börnunum þá verið haldið inni í frímínútum. „Ef maður stappaði niður fótum eða driplaði bolta þá sást að það þyrlaðist upp ryk,“ sagði Óskar sem endurmat stöðuna í hádeginu og gaf börnunum val um að fara út. „Það voru einstaka sem nýttu sér það en flestir voru inni.“ Jónína Ágústsdóttir, skólastjóri Akurskóla í Njarðvíkum, sagði að þar hefði ekkert verið því til fyrirstöðu að hleypa börnunum út. Tveir bekkir ellefu og tólf ára barna hafi fylgt eftir áformum um að fara í skoðunarferð til Reykjavíkur. „Við létum þau hafa grímur en þegar til kom þá vildu þau ekki nota þær því þeim fannst ekki vera svo mikil aska,“ sagði Jónína. Í Vesturbæjarskóla í Reykjavík voru krakkarnir inni fram að hádegi. Hildur Hafstað segir börnin hafa fengið að fara út í frímínútur í hádeginu. „Þau þurfa að fá að hlaupa dálítið og voru óskaplega ánægð þegar þau fengu að fara út,“ sagði Hildur. - gar
Grímsvötn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira