Lömbin voru nýdáin og vitin full af sandi 25. maí 2011 04:00 Helgi V. Jóhannsson og Sigurdís Þorláksdóttir segja síðustu daga hafa verið hræðilega. Kindur og lömb hafa drepist og hross hafa ekki skilað sér heim til þeirra á Arnardranga. Þau vona þó að hrossin komist heim og þykir þeim útlitið betra nú en fyrstu dagana eftir að gosið hófst. fréttablaðið/valli Undir öskunni Hjónin vita ekki hversu margar kindur þau misstu vegna öskunnar úr Grímsvötnum. fréttablaðið/valli Hjónin á Arnardranga í Landbroti hafa upplifað miklar hremmingar á síðustu dögum. Nokkrar kindur á bænum hafa drepist og hrossin þeirra tvö hafa enn ekki skilað sér heim í hús. Helgi V. Jóhannsson, bóndi á Arnardranga, heldur þó enn í vonina um að hrossin finni leiðina heim. Hann gekk fram á þrjú dauð lömb í gærmorgun þegar hann var að gefa fénu og segist aldrei hafa upplifað neitt eins erfitt og gosið í Grímsvötnum. „Lömbin voru alveg nýdáin og ennþá lin. Vitin voru öll full af sandi,“ segir Helgi. „En ég gekk líka fram á nokkur lömb sem lágu undir öskunni og voru alveg að búa sig undir að fara. En ég náði að koma þeim í hús.“ Um 20 björgunarsveitarmenn komu að Arnardranga á mánudag til að aðstoða Helga og Sigurdísi Þorláksdóttur, húsfreyjuna á bænum, við smölun. Sigurdís segir að engin leið sé að vita eins og er hversu margar kindur skiluðu sér heim. Hún á erfitt með að lýsa þeirri líðan sem helltist yfir hana þegar eldgosið skall á. „Þetta er bara ömurlegt, algjörlega ömurlegt. Maður átti nú von á ýmsu, en ekki þessu,“ segir Sigurdís. Helgi segir að það sé flókið að kveðja dýrin sín, hvernig svo sem dauða þeirra beri að. „Það er flókið að taka sér það vald að ákveða hverjar eiga að deyja og hverjar að lifa þegar kindurnar eru leiddar til slátrunar. En þetta er það sem við lifum á. Og nú virðist sem náttúran hafi tekið þessa ákvörðun fyrir okkur,“ segir hann. Útlitið á Arnardranga var þó betra í gær heldur en fyrstu tvo dagana eftir að gosið hófst. Helgi segist hafa tekið þá ákvörðun að líta jákvæðum augum á dagana fram undan. „Þetta er allt önnur líðan í dag. Maður sér nú sólina þarna bak við. Við fundum hana ekki í gær,“ segir bóndinn á Arnardranga. sunna@frettabladid.is Grímsvötn Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Undir öskunni Hjónin vita ekki hversu margar kindur þau misstu vegna öskunnar úr Grímsvötnum. fréttablaðið/valli Hjónin á Arnardranga í Landbroti hafa upplifað miklar hremmingar á síðustu dögum. Nokkrar kindur á bænum hafa drepist og hrossin þeirra tvö hafa enn ekki skilað sér heim í hús. Helgi V. Jóhannsson, bóndi á Arnardranga, heldur þó enn í vonina um að hrossin finni leiðina heim. Hann gekk fram á þrjú dauð lömb í gærmorgun þegar hann var að gefa fénu og segist aldrei hafa upplifað neitt eins erfitt og gosið í Grímsvötnum. „Lömbin voru alveg nýdáin og ennþá lin. Vitin voru öll full af sandi,“ segir Helgi. „En ég gekk líka fram á nokkur lömb sem lágu undir öskunni og voru alveg að búa sig undir að fara. En ég náði að koma þeim í hús.“ Um 20 björgunarsveitarmenn komu að Arnardranga á mánudag til að aðstoða Helga og Sigurdísi Þorláksdóttur, húsfreyjuna á bænum, við smölun. Sigurdís segir að engin leið sé að vita eins og er hversu margar kindur skiluðu sér heim. Hún á erfitt með að lýsa þeirri líðan sem helltist yfir hana þegar eldgosið skall á. „Þetta er bara ömurlegt, algjörlega ömurlegt. Maður átti nú von á ýmsu, en ekki þessu,“ segir Sigurdís. Helgi segir að það sé flókið að kveðja dýrin sín, hvernig svo sem dauða þeirra beri að. „Það er flókið að taka sér það vald að ákveða hverjar eiga að deyja og hverjar að lifa þegar kindurnar eru leiddar til slátrunar. En þetta er það sem við lifum á. Og nú virðist sem náttúran hafi tekið þessa ákvörðun fyrir okkur,“ segir hann. Útlitið á Arnardranga var þó betra í gær heldur en fyrstu tvo dagana eftir að gosið hófst. Helgi segist hafa tekið þá ákvörðun að líta jákvæðum augum á dagana fram undan. „Þetta er allt önnur líðan í dag. Maður sér nú sólina þarna bak við. Við fundum hana ekki í gær,“ segir bóndinn á Arnardranga. sunna@frettabladid.is
Grímsvötn Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira