Á að slíta friðinn um Rammaáætlun? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 15. júní 2011 07:00 Það er alvarlegt þegar opinber stofnun afvegaleiðir umræðuna í samfélaginu til að víkja sér undan ábyrgð á eigin verkum. Orkustofnun birti nýverið tilkynningu þar sem segir að Landvernd rangtúlki leyfi sem Orkustofnun veitti til rannsókna við Grændal. Orkumálastjóri bætti um betur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins og fullyrti að margir í þjóðfélaginu misskildu inntak rannsóknarleyfis: „Þetta er í raun ekki leyfi til framkvæmda heldur einkaleyfi til rannsókna og til að afla gagna um ákveðið svæði.“ Síðan er haft eftir orkumálastjóra að leyfi til rannsókna í Grændal nái hvorki til framkvæmda né jarðrasks. Í umsókn um umrætt leyfi segir: „Hér með sækir Sunnlensk orka ehf. um rannsóknarleyfi að nýju til rannsókna á jarðhita, grunn- og yfirborðsvatni og borun holu í tengslum við hugsanlega vinnslu jarðhita í og við Grændal í Ölfusi.“ Í rannsóknaráætlun Sunnlenskrar orku segir á bls. 2: „Rannsóknir á svæðinu eru komnar á það stig að nauðsynlegt er að bora að minnsta kosti eina til tvær rannsóknarholur til að fá gleggri mynd af innri gerð jarðhitasvæðisins og kanna mögulega vinnslugetu þess.“ Í viðauka við áætlunina sem send var Orkustofnun 6. janúar 2011 var fallið frá rannsóknarholu við Dalaskarðshnúk en: „stefnt að því að stefnubora einungis við mynni Grændals til norðurs.“ Þann 10. maí veitti Orkustofnun sitt leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum á rannsóknarsvæðinu. Fjallað er sérstaklega um jarðboranir í 6. grein leyfisins og í viðauka. Fullyrðingar Orkustofnunar um að rannsóknarleyfið hafi ekki falið í sér heimild af hennar hálfu til borana við Grændal, heldur einungis almennar heimildir til rannsókna, eru því í besta falli villandi lögfræðilegur orðhengilsháttur. Það sést svart á hvítu í gögnum málsins. Í tilkynningu Orkustofnunar segir að leyfið raski á engan hátt þeirri vernd sem náttúru og umhverfi er tryggð með lögum. Það er líklega satt og rétt því Grændalur nýtur lítillar eða engrar verndar með lögum. Einu leyfin sem Sunnlensk orka þarf til að mega hefja boranir við Grændal eru umrætt rannsóknarleyfi Orkustofnunar og leyfi sveitarfélagsins. Rannsóknarleyfið er því miklu mikilvægara en Orkustofnun vill viðurkenna, það er fyrra skrefið af tveimur sem fyrirtækið þarf að taka til að geta hafið rannsóknarboranir við Grændal. Þess ber að geta að Náttúrufræðistofnun Íslands telur að svæðið eigi að njóta hámarksverndar enda með verndargildi á heimsvísu. Hversu auðvelt það reynist fyrirtækjum að komast inn á slíkt svæði til rannsóknarborana undirstrikar veika stöðu náttúruverndar hér á landi. Fyrr á þessu ári veitti Orkustofnun leyfi til rannsókna í Gjástykki og síðastliðið sumar veitti stofnunin leyfi til rannsókna á vatnasviði Skaftár og Tungufljóts. Það var gert þrátt fyrir yfirlýsingu iðnaðarráðherra frá 2007 um að rannsóknarleyfi yrði ekki veitt í Grændal og yfirlýsingu iðnaðarráðherra 20. maí 2010 um að rannsóknarleyfi yrðu ekki gefin út á óröskuðum svæðum fyrr en niðurstaða rammaáætlunar lægi fyrir. Þessar yfirlýsingar virðast marklausar. Að minnsta kosti tekur Orkustofnun ekki mark á þeim. Iðnaðarráðuneytið þarf að svara því hvers vegna orð og efndir fara ekki saman í þessum efnum og það þarf að grípa til tafarlausra ráðstafana til að koma í veg fyrir að Orkustofnun veiti fleiri rannsóknarleyfi áður en vinnu við Rammaáætlun lýkur. Ekki nema að ætlun ráðuneytisins og Orkustofnunar sé að slíta friðinn um Rammaáætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Það er alvarlegt þegar opinber stofnun afvegaleiðir umræðuna í samfélaginu til að víkja sér undan ábyrgð á eigin verkum. Orkustofnun birti nýverið tilkynningu þar sem segir að Landvernd rangtúlki leyfi sem Orkustofnun veitti til rannsókna við Grændal. Orkumálastjóri bætti um betur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins og fullyrti að margir í þjóðfélaginu misskildu inntak rannsóknarleyfis: „Þetta er í raun ekki leyfi til framkvæmda heldur einkaleyfi til rannsókna og til að afla gagna um ákveðið svæði.“ Síðan er haft eftir orkumálastjóra að leyfi til rannsókna í Grændal nái hvorki til framkvæmda né jarðrasks. Í umsókn um umrætt leyfi segir: „Hér með sækir Sunnlensk orka ehf. um rannsóknarleyfi að nýju til rannsókna á jarðhita, grunn- og yfirborðsvatni og borun holu í tengslum við hugsanlega vinnslu jarðhita í og við Grændal í Ölfusi.“ Í rannsóknaráætlun Sunnlenskrar orku segir á bls. 2: „Rannsóknir á svæðinu eru komnar á það stig að nauðsynlegt er að bora að minnsta kosti eina til tvær rannsóknarholur til að fá gleggri mynd af innri gerð jarðhitasvæðisins og kanna mögulega vinnslugetu þess.“ Í viðauka við áætlunina sem send var Orkustofnun 6. janúar 2011 var fallið frá rannsóknarholu við Dalaskarðshnúk en: „stefnt að því að stefnubora einungis við mynni Grændals til norðurs.“ Þann 10. maí veitti Orkustofnun sitt leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum á rannsóknarsvæðinu. Fjallað er sérstaklega um jarðboranir í 6. grein leyfisins og í viðauka. Fullyrðingar Orkustofnunar um að rannsóknarleyfið hafi ekki falið í sér heimild af hennar hálfu til borana við Grændal, heldur einungis almennar heimildir til rannsókna, eru því í besta falli villandi lögfræðilegur orðhengilsháttur. Það sést svart á hvítu í gögnum málsins. Í tilkynningu Orkustofnunar segir að leyfið raski á engan hátt þeirri vernd sem náttúru og umhverfi er tryggð með lögum. Það er líklega satt og rétt því Grændalur nýtur lítillar eða engrar verndar með lögum. Einu leyfin sem Sunnlensk orka þarf til að mega hefja boranir við Grændal eru umrætt rannsóknarleyfi Orkustofnunar og leyfi sveitarfélagsins. Rannsóknarleyfið er því miklu mikilvægara en Orkustofnun vill viðurkenna, það er fyrra skrefið af tveimur sem fyrirtækið þarf að taka til að geta hafið rannsóknarboranir við Grændal. Þess ber að geta að Náttúrufræðistofnun Íslands telur að svæðið eigi að njóta hámarksverndar enda með verndargildi á heimsvísu. Hversu auðvelt það reynist fyrirtækjum að komast inn á slíkt svæði til rannsóknarborana undirstrikar veika stöðu náttúruverndar hér á landi. Fyrr á þessu ári veitti Orkustofnun leyfi til rannsókna í Gjástykki og síðastliðið sumar veitti stofnunin leyfi til rannsókna á vatnasviði Skaftár og Tungufljóts. Það var gert þrátt fyrir yfirlýsingu iðnaðarráðherra frá 2007 um að rannsóknarleyfi yrði ekki veitt í Grændal og yfirlýsingu iðnaðarráðherra 20. maí 2010 um að rannsóknarleyfi yrðu ekki gefin út á óröskuðum svæðum fyrr en niðurstaða rammaáætlunar lægi fyrir. Þessar yfirlýsingar virðast marklausar. Að minnsta kosti tekur Orkustofnun ekki mark á þeim. Iðnaðarráðuneytið þarf að svara því hvers vegna orð og efndir fara ekki saman í þessum efnum og það þarf að grípa til tafarlausra ráðstafana til að koma í veg fyrir að Orkustofnun veiti fleiri rannsóknarleyfi áður en vinnu við Rammaáætlun lýkur. Ekki nema að ætlun ráðuneytisins og Orkustofnunar sé að slíta friðinn um Rammaáætlun.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar