Prófessor fellur á prófinu - engar útflutningsbætur og ekkert haugakjöt Haraldur Benediktsson skrifar 28. júlí 2011 08:00 Þórólfur Matthíasson prófessor og deildarforseti hagfræði-deildar Háskóla Íslands, ritar grein í Fréttablaðið 22. júlí sl. sem hann nefnir „Einkasala bænda á kjöti skaðar neytendur“. Þar tíundar hann ýmsar gamalkunnar rangfærslur um landbúnað, svo nauðsynlegt er að skýra örlítið aðstæður sauðfjárbænda. Sauðfjárbændur selja sláturfé á fyrirfram ákveðnu og föstu verði sem sláturhúsin bjóða, hvort sem kjötið er selt innanlands eða erlendis. Allar verðbreytingar sem verða á kjötmarkaði innanlands eða erlendis fram að næstu sláturtíð, eða í heilt ár, skila sér því ekki til bænda, hvorki til hækkunar eða lækkunar. Viðmiðunarverðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda er því kröfugerð til sláturhúsa og er ætíð sett fram einu sinni á ári og gildir til næstu sláturtíðar eða 12 mánuði. Sláturhúsin bjóða síðan hvert og eitt eigin verðskrá og á grundvelli þeirra velur bóndi sitt viðskiptasláturhús. Meðalverð kjötsins sem bændur fengu árið 2010 var rúmar 420 krónur fyrir kíló af lambakjöti og tæpar 120 krónur á kíló fyrir annað kindakjöt. Bændur fá ekkert greitt fyrir gærur, innmat eða sviðahausa en greiða ekki fyrir flutning sláturfjárins í staðinn. Sauðfjárbændur telja sig hafa sett fram málefnalega og sanngjarna kröfu um afurðaverðshækkun til sláturhúsa. Það er ekki síst vegna þess að vel hefur gengið á erlendum mörkuðum og matvöruverð þar hækkar mikið bæði á kjöti, gærum og öðrum hliðarafurðum. Deildarforsetinn telur að verðhækkanir erlendis megi rekja til gengis krónunnar. Staðreyndin er sú að hækkunin á íslensku lambakjöti erlendis frá 2008 er 135%. Þar af er 50% raunhækkun í erlendri mynt, en afgangurinn er tilkominn vegna gengisáhrifa. Erlendar verðhækkanir eru bein afleiðing af breyttum aðstæðum í matvælaframleiðslu sem rekja má til minna framboðs á lambakjöti á heimsvísu, vegna hækkana á hráefnum og minni matvælaframleiðslu. Þessar breytingar eru mjög alvarlegar og mikið umhugsunarefni fyrir allar þjóðir. Rétt er að ítreka að viðmiðunarverðskrá sauðfjárbænda er ekki bindandi fyrir afurðastöðvar og bændur hafa ekki fengið greitt í samræmi við hana undanfarin ár. Markaðurinn ræður verðinu á öllum stigum frá framleiðendum til neytenda. Bændur ráða ekki smásöluverði og það rennur ekki nema að hluta til þeirra. Verslun-in tekur sinn hlut, kjötvinnsla, sláturhús og ríkið fá einnig sinn hluta verðsins. Bóndinn fær, eins og áður segir, aðeins 420 krónur fyrir kílóið eða að jafnaði tæpan helming útsöluverðsins. Viðmiðunarverðskrá fyrir nautakjöt er ekki sett fram eins og prófessorinn heldur fram í grein sinni. Verðlagning nautakjöts fer eftir sömu lögmálum og verðlagning á öllu kjöti, framboði og eftirspurn. Raunveruleikinn er einfaldlega sá að lambakjöt á í harðri samkeppni við annað innlent og erlent kjöt á neytendamarkaði og við önnur samkeppnishæf matvæli sem íslenskum neytendum bjóðast. Deildarforsetinn gefur í skyn að kjöt hafi verið urðað í stórum stíl til að spilla ekki fyrir verðlagningu á neytendamarkaði. Sannleikurinn er hins vegar sá að í eitt skipti, árið 1987, voru 170 tonn af tveggja ára gömlu annars flokks kjöti (aðallega hrútakjöti) urðuð. Þetta var gert í eitt skipti fyrir nærri aldarfjórðungi. Varðandi útflutningsbætur sem prófessorinn nefnir þá voru þær aflagðar árið 1992 og er Ísland eitt fárra ríkja í heiminum þar sem slíkt hefur gerst. Það væri óskandi að deildarforsetinn byggði mál sitt á nýrri og réttari upplýsingum og staðreyndum. Prófessorinn klykkir svo út með því að leggja til að bannað verði að flytja út landbúnaðarafurðir eða ellegar tekin upp há útflutningsgjöld. Honum er að sjálfsögðu frjálst að hvetja til hvaða aðgerða sem er. Slíkt kæmi e.t.v. til greina ef fæðuöryggi Íslendinga væri ógnað. Meðan svo er ekki, þá ætti hagfræðiprófessorinn að reikna út hagkvæmni þess fyrir íslenska þjóðarbúið að hafna þriggja milljarða króna gjaldeyristekjum af kjötútflutningi og hversu mörgum sú ráðstöfun myndi bæta á atvinnuleysisskrá sem er löng fyrir. Slík ráðstöfun gengur í berhögg við þær framfarir sem orðið hafa á rekstrarumhverfi sauðfjárbænda á undanförnum árum eftir að framleiðslan var gefin frjáls. Frelsi bænda til frjálsar markaðssetningar hefur aukist verulega. Það má nefna að bændur og neytendur ákveða í ríkara mæli að eiga bein viðskipti sín á milli. Sala „beint frá býli“ hefur marfaldast og sífellt fleiri neytendur nýta sér þessa beinu viðskiptahætti milli framleiðanda og neytanda. Skoðanir manna eru misjafnar og það ber að virða ólík sjónarmið. Aftur á móti geta ummæli sem sannarlega eru byggð á vanþekkingu ekki talist uppbyggileg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson prófessor og deildarforseti hagfræði-deildar Háskóla Íslands, ritar grein í Fréttablaðið 22. júlí sl. sem hann nefnir „Einkasala bænda á kjöti skaðar neytendur“. Þar tíundar hann ýmsar gamalkunnar rangfærslur um landbúnað, svo nauðsynlegt er að skýra örlítið aðstæður sauðfjárbænda. Sauðfjárbændur selja sláturfé á fyrirfram ákveðnu og föstu verði sem sláturhúsin bjóða, hvort sem kjötið er selt innanlands eða erlendis. Allar verðbreytingar sem verða á kjötmarkaði innanlands eða erlendis fram að næstu sláturtíð, eða í heilt ár, skila sér því ekki til bænda, hvorki til hækkunar eða lækkunar. Viðmiðunarverðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda er því kröfugerð til sláturhúsa og er ætíð sett fram einu sinni á ári og gildir til næstu sláturtíðar eða 12 mánuði. Sláturhúsin bjóða síðan hvert og eitt eigin verðskrá og á grundvelli þeirra velur bóndi sitt viðskiptasláturhús. Meðalverð kjötsins sem bændur fengu árið 2010 var rúmar 420 krónur fyrir kíló af lambakjöti og tæpar 120 krónur á kíló fyrir annað kindakjöt. Bændur fá ekkert greitt fyrir gærur, innmat eða sviðahausa en greiða ekki fyrir flutning sláturfjárins í staðinn. Sauðfjárbændur telja sig hafa sett fram málefnalega og sanngjarna kröfu um afurðaverðshækkun til sláturhúsa. Það er ekki síst vegna þess að vel hefur gengið á erlendum mörkuðum og matvöruverð þar hækkar mikið bæði á kjöti, gærum og öðrum hliðarafurðum. Deildarforsetinn telur að verðhækkanir erlendis megi rekja til gengis krónunnar. Staðreyndin er sú að hækkunin á íslensku lambakjöti erlendis frá 2008 er 135%. Þar af er 50% raunhækkun í erlendri mynt, en afgangurinn er tilkominn vegna gengisáhrifa. Erlendar verðhækkanir eru bein afleiðing af breyttum aðstæðum í matvælaframleiðslu sem rekja má til minna framboðs á lambakjöti á heimsvísu, vegna hækkana á hráefnum og minni matvælaframleiðslu. Þessar breytingar eru mjög alvarlegar og mikið umhugsunarefni fyrir allar þjóðir. Rétt er að ítreka að viðmiðunarverðskrá sauðfjárbænda er ekki bindandi fyrir afurðastöðvar og bændur hafa ekki fengið greitt í samræmi við hana undanfarin ár. Markaðurinn ræður verðinu á öllum stigum frá framleiðendum til neytenda. Bændur ráða ekki smásöluverði og það rennur ekki nema að hluta til þeirra. Verslun-in tekur sinn hlut, kjötvinnsla, sláturhús og ríkið fá einnig sinn hluta verðsins. Bóndinn fær, eins og áður segir, aðeins 420 krónur fyrir kílóið eða að jafnaði tæpan helming útsöluverðsins. Viðmiðunarverðskrá fyrir nautakjöt er ekki sett fram eins og prófessorinn heldur fram í grein sinni. Verðlagning nautakjöts fer eftir sömu lögmálum og verðlagning á öllu kjöti, framboði og eftirspurn. Raunveruleikinn er einfaldlega sá að lambakjöt á í harðri samkeppni við annað innlent og erlent kjöt á neytendamarkaði og við önnur samkeppnishæf matvæli sem íslenskum neytendum bjóðast. Deildarforsetinn gefur í skyn að kjöt hafi verið urðað í stórum stíl til að spilla ekki fyrir verðlagningu á neytendamarkaði. Sannleikurinn er hins vegar sá að í eitt skipti, árið 1987, voru 170 tonn af tveggja ára gömlu annars flokks kjöti (aðallega hrútakjöti) urðuð. Þetta var gert í eitt skipti fyrir nærri aldarfjórðungi. Varðandi útflutningsbætur sem prófessorinn nefnir þá voru þær aflagðar árið 1992 og er Ísland eitt fárra ríkja í heiminum þar sem slíkt hefur gerst. Það væri óskandi að deildarforsetinn byggði mál sitt á nýrri og réttari upplýsingum og staðreyndum. Prófessorinn klykkir svo út með því að leggja til að bannað verði að flytja út landbúnaðarafurðir eða ellegar tekin upp há útflutningsgjöld. Honum er að sjálfsögðu frjálst að hvetja til hvaða aðgerða sem er. Slíkt kæmi e.t.v. til greina ef fæðuöryggi Íslendinga væri ógnað. Meðan svo er ekki, þá ætti hagfræðiprófessorinn að reikna út hagkvæmni þess fyrir íslenska þjóðarbúið að hafna þriggja milljarða króna gjaldeyristekjum af kjötútflutningi og hversu mörgum sú ráðstöfun myndi bæta á atvinnuleysisskrá sem er löng fyrir. Slík ráðstöfun gengur í berhögg við þær framfarir sem orðið hafa á rekstrarumhverfi sauðfjárbænda á undanförnum árum eftir að framleiðslan var gefin frjáls. Frelsi bænda til frjálsar markaðssetningar hefur aukist verulega. Það má nefna að bændur og neytendur ákveða í ríkara mæli að eiga bein viðskipti sín á milli. Sala „beint frá býli“ hefur marfaldast og sífellt fleiri neytendur nýta sér þessa beinu viðskiptahætti milli framleiðanda og neytanda. Skoðanir manna eru misjafnar og það ber að virða ólík sjónarmið. Aftur á móti geta ummæli sem sannarlega eru byggð á vanþekkingu ekki talist uppbyggileg.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun