Einstæð móðir á leiðinni í atvinnumennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2011 07:00 Fanney Lind Guðmundsdóttir Í leik með Hamarsliðinu á síðasta tímabili. Mynd/Daníel Helena Sverrisdóttir verður ekki eina íslenska körfuboltakonan sem spilar í Evrópu í vetur því þær Fanney Lind Guðmundsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir eru einnig á útleið. Fanney hefur samið við franska liðið Union Sportive de La Glacerie sem spilar í NF2-deildinni og Ragna Margrét ætlar að fylgja kærasta sínum, Pavel Ermolinskij, til Sundsvall í Svíþjóð. „Ég er búin að vera að stefna að þessu í ár. Ég er mjög spennt fyrir þessu en líka smá stressuð. Þetta verður öðruvísi enda í fyrsta skiptið sem ég spila fyrir annað lið en Hamar. Ég var lengi að hugsa þetta því það var svolítið erfitt að fara frá Hamri. Það er bara ekki oft sem maður fær svona tækifæri og ég ákvað bara að slá til,“ sagði hin 22 ára Fanney sem er á leiðinni til Cherbourg í Normandíhéraði í Frakklandi. Fanney ætlar bara að einbeita sér að körfunni úti en hún verður ekki ein úti þar sem fjögurra ára dóttir hennar, Máría Líney Dalmay, verður með í för. „Hún verður með mér úti en kemur nokkrum vikum seinna með mömmu. Ég verð síðan með „au pair“ sem mun gæta hennar á meðan ég er á æfingum og í leikjum. Þetta er algjör draumur og ég er mjög ánægð,“ sagði Fanney sem kvíðir því ekki að vera einstæð móðir í atvinnumennsku. „Það er allt hægt og ég ákvað bara að prófa þetta,“ sagði Fanney sem var lykilmaður í deildarmeistaraliði Hamars á síðasta tímabili. „Ég er mjög stolt af mínum tíma í Hamri en þetta verður bara ævintýri,“ sagði Fanney Lind sem mun spila í sömu deild og Sigrún Ámundadóttir gerði á síðasta tímabili. Ragna Margrét sem hefur leikið með Haukum ætlar að spila með KFUM Sundsvall í næstefstu deildinni í Svíþjóð. „Ég hafði samband við þjálfarann og spurði hvort ég mætti ekki vera með. Hann var mjög glaður með það,“ sagði Ragna Margrét. Telja má líklegt að Ragna verði mikill liðstyrkur fyrir Sundsvall-liðið enda spilaði hún mjög vel með Haukum á síðustu leiktíð og var valin í lið ársins. Dominos-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Helena Sverrisdóttir verður ekki eina íslenska körfuboltakonan sem spilar í Evrópu í vetur því þær Fanney Lind Guðmundsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir eru einnig á útleið. Fanney hefur samið við franska liðið Union Sportive de La Glacerie sem spilar í NF2-deildinni og Ragna Margrét ætlar að fylgja kærasta sínum, Pavel Ermolinskij, til Sundsvall í Svíþjóð. „Ég er búin að vera að stefna að þessu í ár. Ég er mjög spennt fyrir þessu en líka smá stressuð. Þetta verður öðruvísi enda í fyrsta skiptið sem ég spila fyrir annað lið en Hamar. Ég var lengi að hugsa þetta því það var svolítið erfitt að fara frá Hamri. Það er bara ekki oft sem maður fær svona tækifæri og ég ákvað bara að slá til,“ sagði hin 22 ára Fanney sem er á leiðinni til Cherbourg í Normandíhéraði í Frakklandi. Fanney ætlar bara að einbeita sér að körfunni úti en hún verður ekki ein úti þar sem fjögurra ára dóttir hennar, Máría Líney Dalmay, verður með í för. „Hún verður með mér úti en kemur nokkrum vikum seinna með mömmu. Ég verð síðan með „au pair“ sem mun gæta hennar á meðan ég er á æfingum og í leikjum. Þetta er algjör draumur og ég er mjög ánægð,“ sagði Fanney sem kvíðir því ekki að vera einstæð móðir í atvinnumennsku. „Það er allt hægt og ég ákvað bara að prófa þetta,“ sagði Fanney sem var lykilmaður í deildarmeistaraliði Hamars á síðasta tímabili. „Ég er mjög stolt af mínum tíma í Hamri en þetta verður bara ævintýri,“ sagði Fanney Lind sem mun spila í sömu deild og Sigrún Ámundadóttir gerði á síðasta tímabili. Ragna Margrét sem hefur leikið með Haukum ætlar að spila með KFUM Sundsvall í næstefstu deildinni í Svíþjóð. „Ég hafði samband við þjálfarann og spurði hvort ég mætti ekki vera með. Hann var mjög glaður með það,“ sagði Ragna Margrét. Telja má líklegt að Ragna verði mikill liðstyrkur fyrir Sundsvall-liðið enda spilaði hún mjög vel með Haukum á síðustu leiktíð og var valin í lið ársins.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira