Risahótel á Fjöllum á borð Kínastjórnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. ágúst 2011 07:00 Bragi Benediktsson, eigandi og ábúandi í Grímstungu á Grímsstöðum, fær hér vinargjöf úr hendi Huangs Nubo sem keypt hefur jörðina. Með þeim er Ragnar Benediktsson. Mynd/Úr einkasafni Huang Nubo, eigandi Zhong Kun Investment Group, hefur samið um kaup af einkaaðilum á um sjötíu prósenta hlut af landi Grímsstaða á Fjöllum og mun eignast landið ef innanríkisráðuneytið veitir samþykki sitt. Hunag Nubo er einn ríkustu manna Kína og á hótel í Bandaríkjunum, Kína og víðar í Asíu. Ætlun Nubos er að reisa um eitt hundrað herbergja heilsárshótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Markhópurinn mun vera efnaðir Kínverjar og Bandaríkjamenn sem eiga að geta notið friðsældar og útivistar í þrjú hundruð metra hæð í auðnum og náttúrufegurð Norð-Austurlands. Áformin fela einnig í sér byggingu 300 herbergja fimm stjarna hótels í Reykjavík. Heildarfjárfestingin er áætluðfimmtíu til sextíu milljarðar króna. Nubo ætlar sér að flytja fjármagnið frá Kína. Þar eru gjaldeyrishöft og því þurfa kínversk stjórnvöld að samþykkja gjaldeyrisyfirfærslu til verkefnisins. Lögum samkvæmt mega þeir sem búsettir eru utan evrópska efnahagssvæðisins ekki kaupa fasteignir, þar með taldar jarðir, hérlendis nema með samþykki innanríkisráðuneytisins. Ekki hefur enn verið óskað eftir slíkri heimild. Nubo mun leggja mikla áherslu á að málið fari aðeins í gang í góðri sátt við allt og alla. Með kaupunum eignast Nubo yfir sjötíu prósenta hlut í Grímsstaðajörðinni. Ríkið á 25 prósent af landinu. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi landbúnaðarráðuneytisins sem fer með hlut ríkisins í jörðinni, segir ekki víst að málið komi þangað inn á borð. „Það gæti komið til umfjöllunar ef þarf að taka land úr landbúnaðarnotum. Þá á ríkið land á Grímsstaðatorfunni og hluti þess er í óskiptri sameign. En það er samt ekkert sem segir að það skapi aðkomu ráðuneytisins að málinu,“ útskýrir Bjarni. Sveitarfélagið Norðurþing hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf um skipulagsmál vegna hótelsins. „Þetta fellur vel að okkar framtíðarsýn í ferðamennsku. Fjárfestingar af þessum mælikvarða skipta gríðarlega miklu máli,“ segir Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri. „Nubo leggur mikla áherslu á að vinna með okkur að eflingu ferðaþjónustunnar og taka þátt í ýmsum verkefnum hér í samfélaginu. Með þessu getur litla Ísland líka fengið aðgang að gríðarlegu markaðssvæði,“ segir Bergur, sem kveður hægt að hefja framkvæmdir eftir sex til átta mánuði og opna hótelið eftir þrjú ár. Fréttir Innlent Jarðakaup útlendinga Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Huang Nubo, eigandi Zhong Kun Investment Group, hefur samið um kaup af einkaaðilum á um sjötíu prósenta hlut af landi Grímsstaða á Fjöllum og mun eignast landið ef innanríkisráðuneytið veitir samþykki sitt. Hunag Nubo er einn ríkustu manna Kína og á hótel í Bandaríkjunum, Kína og víðar í Asíu. Ætlun Nubos er að reisa um eitt hundrað herbergja heilsárshótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Markhópurinn mun vera efnaðir Kínverjar og Bandaríkjamenn sem eiga að geta notið friðsældar og útivistar í þrjú hundruð metra hæð í auðnum og náttúrufegurð Norð-Austurlands. Áformin fela einnig í sér byggingu 300 herbergja fimm stjarna hótels í Reykjavík. Heildarfjárfestingin er áætluðfimmtíu til sextíu milljarðar króna. Nubo ætlar sér að flytja fjármagnið frá Kína. Þar eru gjaldeyrishöft og því þurfa kínversk stjórnvöld að samþykkja gjaldeyrisyfirfærslu til verkefnisins. Lögum samkvæmt mega þeir sem búsettir eru utan evrópska efnahagssvæðisins ekki kaupa fasteignir, þar með taldar jarðir, hérlendis nema með samþykki innanríkisráðuneytisins. Ekki hefur enn verið óskað eftir slíkri heimild. Nubo mun leggja mikla áherslu á að málið fari aðeins í gang í góðri sátt við allt og alla. Með kaupunum eignast Nubo yfir sjötíu prósenta hlut í Grímsstaðajörðinni. Ríkið á 25 prósent af landinu. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi landbúnaðarráðuneytisins sem fer með hlut ríkisins í jörðinni, segir ekki víst að málið komi þangað inn á borð. „Það gæti komið til umfjöllunar ef þarf að taka land úr landbúnaðarnotum. Þá á ríkið land á Grímsstaðatorfunni og hluti þess er í óskiptri sameign. En það er samt ekkert sem segir að það skapi aðkomu ráðuneytisins að málinu,“ útskýrir Bjarni. Sveitarfélagið Norðurþing hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf um skipulagsmál vegna hótelsins. „Þetta fellur vel að okkar framtíðarsýn í ferðamennsku. Fjárfestingar af þessum mælikvarða skipta gríðarlega miklu máli,“ segir Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri. „Nubo leggur mikla áherslu á að vinna með okkur að eflingu ferðaþjónustunnar og taka þátt í ýmsum verkefnum hér í samfélaginu. Með þessu getur litla Ísland líka fengið aðgang að gríðarlegu markaðssvæði,“ segir Bergur, sem kveður hægt að hefja framkvæmdir eftir sex til átta mánuði og opna hótelið eftir þrjú ár.
Fréttir Innlent Jarðakaup útlendinga Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda