Funda með ESA um frestun dómsmáls 31. ágúst 2011 07:00 Árni Páll Árnason. Íslendingar vísa til fyrri rökstuðnings varðandi Icesave í áliti sem sent verður ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Taki stofnunin ekki tillit til röksemdanna fer málið fyrir dóm. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, heldur utan í næstu viku og fundar með yfirstjórn stofnunarinnar. Hann segir mikilvægt að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, ekki síst þar sem ný yfirstjórn hefur tekið við. „Við teljum ekki að svör ESA hafi með einhverjum hætti rýrt gildi þeirra raka sem við höfum sett fram og munum einfaldlega fara yfir þetta,“ segir Árni Páll. Árni Páll segir að skynsamlegt væri ef stofnunin fengist til að bíða með frekari ákvarðanir í málinu þar til bú Landsbankans hefur verið gert upp. Hvort það takist sé annað mál og þá bíði dómsmál. „Ég á nú ekki von á því að við snúum þeim í stórum efnislegum þáttum utan dóms. Það eru hins vegar efnislegar forsendur fyrir því að bíða og sjá hvað kemur úr búinu og taka síðan ákvörðun hvernig með málið skuli fara.“ Óformlegar viðræður hafa átt sér stað við Breta og Hollendinga um þá leið, en Árni Páll segir engar formlegar viðræður hafa átt sér stað, enda sé málið á forræði ESA. „Við sjáum hins vegar enga ástæðu til þess að þetta þurfi að vera stór ásteytingarsteinn við Breta og Hollendinga. Við erum hins vegar alltaf til viðtals um það við þá að fresta málinu fyrir stofnuninni og skoða það að öðru leyti þegar niðurstöður úr búslitum liggja fyrir.“ - kóp Fréttir Innlent Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Íslendingar vísa til fyrri rökstuðnings varðandi Icesave í áliti sem sent verður ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Taki stofnunin ekki tillit til röksemdanna fer málið fyrir dóm. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, heldur utan í næstu viku og fundar með yfirstjórn stofnunarinnar. Hann segir mikilvægt að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, ekki síst þar sem ný yfirstjórn hefur tekið við. „Við teljum ekki að svör ESA hafi með einhverjum hætti rýrt gildi þeirra raka sem við höfum sett fram og munum einfaldlega fara yfir þetta,“ segir Árni Páll. Árni Páll segir að skynsamlegt væri ef stofnunin fengist til að bíða með frekari ákvarðanir í málinu þar til bú Landsbankans hefur verið gert upp. Hvort það takist sé annað mál og þá bíði dómsmál. „Ég á nú ekki von á því að við snúum þeim í stórum efnislegum þáttum utan dóms. Það eru hins vegar efnislegar forsendur fyrir því að bíða og sjá hvað kemur úr búinu og taka síðan ákvörðun hvernig með málið skuli fara.“ Óformlegar viðræður hafa átt sér stað við Breta og Hollendinga um þá leið, en Árni Páll segir engar formlegar viðræður hafa átt sér stað, enda sé málið á forræði ESA. „Við sjáum hins vegar enga ástæðu til þess að þetta þurfi að vera stór ásteytingarsteinn við Breta og Hollendinga. Við erum hins vegar alltaf til viðtals um það við þá að fresta málinu fyrir stofnuninni og skoða það að öðru leyti þegar niðurstöður úr búslitum liggja fyrir.“ - kóp
Fréttir Innlent Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira