Funda með ESA um frestun dómsmáls 31. ágúst 2011 07:00 Árni Páll Árnason. Íslendingar vísa til fyrri rökstuðnings varðandi Icesave í áliti sem sent verður ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Taki stofnunin ekki tillit til röksemdanna fer málið fyrir dóm. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, heldur utan í næstu viku og fundar með yfirstjórn stofnunarinnar. Hann segir mikilvægt að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, ekki síst þar sem ný yfirstjórn hefur tekið við. „Við teljum ekki að svör ESA hafi með einhverjum hætti rýrt gildi þeirra raka sem við höfum sett fram og munum einfaldlega fara yfir þetta,“ segir Árni Páll. Árni Páll segir að skynsamlegt væri ef stofnunin fengist til að bíða með frekari ákvarðanir í málinu þar til bú Landsbankans hefur verið gert upp. Hvort það takist sé annað mál og þá bíði dómsmál. „Ég á nú ekki von á því að við snúum þeim í stórum efnislegum þáttum utan dóms. Það eru hins vegar efnislegar forsendur fyrir því að bíða og sjá hvað kemur úr búinu og taka síðan ákvörðun hvernig með málið skuli fara.“ Óformlegar viðræður hafa átt sér stað við Breta og Hollendinga um þá leið, en Árni Páll segir engar formlegar viðræður hafa átt sér stað, enda sé málið á forræði ESA. „Við sjáum hins vegar enga ástæðu til þess að þetta þurfi að vera stór ásteytingarsteinn við Breta og Hollendinga. Við erum hins vegar alltaf til viðtals um það við þá að fresta málinu fyrir stofnuninni og skoða það að öðru leyti þegar niðurstöður úr búslitum liggja fyrir.“ - kóp Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Íslendingar vísa til fyrri rökstuðnings varðandi Icesave í áliti sem sent verður ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Taki stofnunin ekki tillit til röksemdanna fer málið fyrir dóm. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, heldur utan í næstu viku og fundar með yfirstjórn stofnunarinnar. Hann segir mikilvægt að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, ekki síst þar sem ný yfirstjórn hefur tekið við. „Við teljum ekki að svör ESA hafi með einhverjum hætti rýrt gildi þeirra raka sem við höfum sett fram og munum einfaldlega fara yfir þetta,“ segir Árni Páll. Árni Páll segir að skynsamlegt væri ef stofnunin fengist til að bíða með frekari ákvarðanir í málinu þar til bú Landsbankans hefur verið gert upp. Hvort það takist sé annað mál og þá bíði dómsmál. „Ég á nú ekki von á því að við snúum þeim í stórum efnislegum þáttum utan dóms. Það eru hins vegar efnislegar forsendur fyrir því að bíða og sjá hvað kemur úr búinu og taka síðan ákvörðun hvernig með málið skuli fara.“ Óformlegar viðræður hafa átt sér stað við Breta og Hollendinga um þá leið, en Árni Páll segir engar formlegar viðræður hafa átt sér stað, enda sé málið á forræði ESA. „Við sjáum hins vegar enga ástæðu til þess að þetta þurfi að vera stór ásteytingarsteinn við Breta og Hollendinga. Við erum hins vegar alltaf til viðtals um það við þá að fresta málinu fyrir stofnuninni og skoða það að öðru leyti þegar niðurstöður úr búslitum liggja fyrir.“ - kóp
Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira