Kynlíf foreldra og áhugaleysi Sigga Dögg. skrifar 8. september 2011 20:00 Maki minn hefur næstum því algerlega misst áhugann á kynlífi. Er svona áhugaleysi tímabundið eða varanlegt? Henni þykir líkamsvessi minn tengdur kynlífi ógeðslegur og það hefur aukist með árunum. Er eðlilegt að konum þyki slíkt ógeðslegt? Hvað veldur? SVAR: Það er ómögulegt að segja hvort áhugaleysi makans er varanlegt eða tímabundið þar sem margir þættir geta spilað inn í. Það væri ráðlagt að leita ráðgjafar hjá kynfræðingi sem gæti aðstoðað ykkur við vandann og hvernig mætti leysa úr honum. Sama á við um líkamsvessann, mig grunar að það gæti tengst áhugaleysi makans á kynlífinu. Vessarnir eru hluti af kynlífi og ef henni þykja þeir ógeðfelldir er sennilegt að áhugi hennar til kynlífs minnki. Þetta þarf að skoða nánar með aðstoð kynfræðings. Er foreldrum óhætt að stunda kynlíf í sama herbergi og ungbarn ef þau deila herberginu? Hvenær fara smábörn að taka eftir slíkri hegðun og muna eftir henni? SVAR: Minnið er flókið fyrirbæri og rannsóknir hafa sýnt að ungbörn muni og geti hermt eftir því sem þau læra nokkrum dögum seinna. Hvað varðar kynlíf, þá er skilningur þeirra á fyrirbærinu oftast ekki til staðar. Þrátt fyrir að barn um eins árs aldur sjái ykkur stunda kynlíf er ólíklegt að það hafi merkingu í huga þess. Hvað ungbarn varðar þá ættu þið ekki að hafa áhyggjur af því að stunda kynlíf með það inni í herberginu. Foreldrahandbækur mæla með að kynlíf sé stundað þegar barnið sefur, svo þið getið notið ykkar áhyggjulaust. Barnið ætti þá að gista í sínu eigin rúmi, bæði ykkar vegna og vegna öryggi barnsins. Hávaði er svo annað. Ef barnið vaknar auðveldlega við læti þarf að taka tillit til þess. Börn þroskast á mismunandi hraða og mörg eru farin að mynda þriggja orða setningar og spyrja spurninga um tveggja ára gömul, en eru farin að veita hlutum athygli mun fyrr. Þetta er því í raun spurning um hvernig þið ætlið að nálgast umræðu um kynferðisleg málefni við barnið ykkar. Ef barnið sér ykkur stunda kynlíf, ætlið þið að útskýra athöfnina sem eðlilega hegðun, eða nálgast þetta með skömm og neita að tala um það? Nú er ég ekki að leggja til að þið stundið kynlíf markvisst fyrir framan barnið, alls ekki, en kynlíf og samfarir eru eðlilegur hluti af lífi fullorðins fólks. Börn vilja fá kynfræðslu frá foreldrum sínum og hún þarf að byrja snemma. Opin umræða um kynferðisleg málefni leiðir af sér jákvæðari sýn á kynlíf og þau börn byrja seinna að stunda kynlíf og nota frekar getnaðarvarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Maki minn hefur næstum því algerlega misst áhugann á kynlífi. Er svona áhugaleysi tímabundið eða varanlegt? Henni þykir líkamsvessi minn tengdur kynlífi ógeðslegur og það hefur aukist með árunum. Er eðlilegt að konum þyki slíkt ógeðslegt? Hvað veldur? SVAR: Það er ómögulegt að segja hvort áhugaleysi makans er varanlegt eða tímabundið þar sem margir þættir geta spilað inn í. Það væri ráðlagt að leita ráðgjafar hjá kynfræðingi sem gæti aðstoðað ykkur við vandann og hvernig mætti leysa úr honum. Sama á við um líkamsvessann, mig grunar að það gæti tengst áhugaleysi makans á kynlífinu. Vessarnir eru hluti af kynlífi og ef henni þykja þeir ógeðfelldir er sennilegt að áhugi hennar til kynlífs minnki. Þetta þarf að skoða nánar með aðstoð kynfræðings. Er foreldrum óhætt að stunda kynlíf í sama herbergi og ungbarn ef þau deila herberginu? Hvenær fara smábörn að taka eftir slíkri hegðun og muna eftir henni? SVAR: Minnið er flókið fyrirbæri og rannsóknir hafa sýnt að ungbörn muni og geti hermt eftir því sem þau læra nokkrum dögum seinna. Hvað varðar kynlíf, þá er skilningur þeirra á fyrirbærinu oftast ekki til staðar. Þrátt fyrir að barn um eins árs aldur sjái ykkur stunda kynlíf er ólíklegt að það hafi merkingu í huga þess. Hvað ungbarn varðar þá ættu þið ekki að hafa áhyggjur af því að stunda kynlíf með það inni í herberginu. Foreldrahandbækur mæla með að kynlíf sé stundað þegar barnið sefur, svo þið getið notið ykkar áhyggjulaust. Barnið ætti þá að gista í sínu eigin rúmi, bæði ykkar vegna og vegna öryggi barnsins. Hávaði er svo annað. Ef barnið vaknar auðveldlega við læti þarf að taka tillit til þess. Börn þroskast á mismunandi hraða og mörg eru farin að mynda þriggja orða setningar og spyrja spurninga um tveggja ára gömul, en eru farin að veita hlutum athygli mun fyrr. Þetta er því í raun spurning um hvernig þið ætlið að nálgast umræðu um kynferðisleg málefni við barnið ykkar. Ef barnið sér ykkur stunda kynlíf, ætlið þið að útskýra athöfnina sem eðlilega hegðun, eða nálgast þetta með skömm og neita að tala um það? Nú er ég ekki að leggja til að þið stundið kynlíf markvisst fyrir framan barnið, alls ekki, en kynlíf og samfarir eru eðlilegur hluti af lífi fullorðins fólks. Börn vilja fá kynfræðslu frá foreldrum sínum og hún þarf að byrja snemma. Opin umræða um kynferðisleg málefni leiðir af sér jákvæðari sýn á kynlíf og þau börn byrja seinna að stunda kynlíf og nota frekar getnaðarvarnir.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun