
„Íslensku ljósin eru innblásin af náttúru landsins, og ekki síst eldfjöllum og eldgosum með allri sinni birtu- og litadýrð. Nafngift þeirra er skemmtileg, eins og Askja, Katla og Magni, að ógleymdum Mola,“ segir Skarphéðinn um heillandi ljósadýrð Prodomo.
Ljósin fást flest í hvítu, svörtu og álgráu, en auðvelt er að láta framleiða og húða lampa í nánast hvaða lit sem er.
„Við leggjum áherslu á að framleiðendur okkar vandi mjög til smíði og húðun ljósanna sem öll eru pólýhúðuð og bökuð, en það tryggir góða endingu á yfirborði ljósa.“