Róttæki flokkurinn útilokar hægristjórn 15. september 2011 02:00 Helle Thorning Schmidt, leiðtogi Sósíalistaflokksins, er áberandi á kosningaspjöldum í Kaupmannahöfn.nordicphotos/AFP Danir ganga til þingkosninga í dag. Vinstriflokkunum fjórum er spáð þingmeirihluta, sem þýðir að minnihlutastjórn hægriflokkanna getur varla gert sér vonir um framhaldslíf. Miklar vangaveltur voru í dönskum fjölmiðlum í gær um að Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, sem er leiðtogi hægriflokksins Venstre, vildi fá Róttæka flokkinn til liðs við stjórn Venstre og Íhaldsflokksins. Tilefni þessara vangaveltna voru ummæli Rasmussens um að hann vildi gjarnan halda áfram samstarfi stjórnarinnar við Róttæka flokkinn, sem er frjálslyndur miðjuflokkur sem stundum hefur tekið þátt í hægri stjórnum en hefur undanfarið skipað sér ákveðið í lið með stjórnarandstöðu vinstriflokkanna. Sjálfur sló Rasmussen þessar vangaveltur út af borðinu í gær og sagðist eingöngu stefna á áframhaldandi stjórnarsamstarf með Íhaldsflokknum, án þess þó að nefna hvort hann kærði sig um að styðjast áfram við stuðning Danska þjóðarflokksins, sem er flokkur þjóðernissinna. Morten Østergaard, næstráðandi í Róttæka flokknum, tók síðan af skarið og sagði alls ekki koma til greina að flokkurinn færi í stjórnarsamstarf með Venstre og Íhaldsflokknum, enda væri ekki annað sjáanlegt en að sú stjórn yrði minnihlutastjórn sem þyrfti þá áfram að reiða sig á stuðning Danska þjóðarflokksins. Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Sósíaldemókrata, sagðist enga trú hafa á því að Róttæki flokkurinn gæti hugsað sér stjórnarsamstarf með Løkke. „Allir fjórir stjórnarandstöðuflokkarnir eru jú önnum kafnir við að tryggja að Danski þjóðarflokkurinn hafi ekki svona mikil áhrif,“ sagði Thorning-Schmidt, sem að öllum líkindum mun taka við forsætisráðherraembættinu af Løkke verði kosningaúrslitin í samræmi við skoðanakannanir. Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, hefur óspart notað áhrif sín á þingi undanfarinn áratug til þess að tryggja harða stefnu minnihlutastjórnarinnar gegn útlendingum, innflytjendum og flóttamönnum. Samkvæmt öllum skoðanakönnunum síðustu vikurnar eiga vinstriflokkarnir fjórir vísan þingmeirihluta, þótt ekki verði hann mikill. Þeim er spáð að meðaltali 92 þingsætum en hægriflokkunum 83. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Danir ganga til þingkosninga í dag. Vinstriflokkunum fjórum er spáð þingmeirihluta, sem þýðir að minnihlutastjórn hægriflokkanna getur varla gert sér vonir um framhaldslíf. Miklar vangaveltur voru í dönskum fjölmiðlum í gær um að Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, sem er leiðtogi hægriflokksins Venstre, vildi fá Róttæka flokkinn til liðs við stjórn Venstre og Íhaldsflokksins. Tilefni þessara vangaveltna voru ummæli Rasmussens um að hann vildi gjarnan halda áfram samstarfi stjórnarinnar við Róttæka flokkinn, sem er frjálslyndur miðjuflokkur sem stundum hefur tekið þátt í hægri stjórnum en hefur undanfarið skipað sér ákveðið í lið með stjórnarandstöðu vinstriflokkanna. Sjálfur sló Rasmussen þessar vangaveltur út af borðinu í gær og sagðist eingöngu stefna á áframhaldandi stjórnarsamstarf með Íhaldsflokknum, án þess þó að nefna hvort hann kærði sig um að styðjast áfram við stuðning Danska þjóðarflokksins, sem er flokkur þjóðernissinna. Morten Østergaard, næstráðandi í Róttæka flokknum, tók síðan af skarið og sagði alls ekki koma til greina að flokkurinn færi í stjórnarsamstarf með Venstre og Íhaldsflokknum, enda væri ekki annað sjáanlegt en að sú stjórn yrði minnihlutastjórn sem þyrfti þá áfram að reiða sig á stuðning Danska þjóðarflokksins. Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Sósíaldemókrata, sagðist enga trú hafa á því að Róttæki flokkurinn gæti hugsað sér stjórnarsamstarf með Løkke. „Allir fjórir stjórnarandstöðuflokkarnir eru jú önnum kafnir við að tryggja að Danski þjóðarflokkurinn hafi ekki svona mikil áhrif,“ sagði Thorning-Schmidt, sem að öllum líkindum mun taka við forsætisráðherraembættinu af Løkke verði kosningaúrslitin í samræmi við skoðanakannanir. Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, hefur óspart notað áhrif sín á þingi undanfarinn áratug til þess að tryggja harða stefnu minnihlutastjórnarinnar gegn útlendingum, innflytjendum og flóttamönnum. Samkvæmt öllum skoðanakönnunum síðustu vikurnar eiga vinstriflokkarnir fjórir vísan þingmeirihluta, þótt ekki verði hann mikill. Þeim er spáð að meðaltali 92 þingsætum en hægriflokkunum 83. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira