Hollywood-stjarna heillaði Hólmara upp úr skónum 17. september 2011 17:00 Hamingjusöm Klara Sól var ótrúlega ánægð með að hafa hitt Ben Stiller enda er leikarinn vinsæll hjá krökkunum í Stykkishólmi. Strákurinn í rauðu peysunni heitir Ólafur Þór. „Hann var ógeðslega skemmtilegur og talaði alveg heilan helling við okkur. Hann sagðist ætla að gera myndina sína í Stykkishólmi og vera hérna í viku,“ segir Klara Sól Sigurðardóttir, þrettán ára Stykkishólmsmær. Klara varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta Ben Stiller í Stykkishólmi í gær. Hollywood-leikarinn er á ferð um landið til að skoða tökustaði fyrir kvikmynd. Stiller hefur leikið við hvurn sinn fingur hér á landi og verið alþýðlegur í framkomu. Klara var í það minnsta í skýjunum yfir að hafa hitt Stiller enda er leikarinn í miklu uppáhaldi hjá krökkunum í bænum. Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller á ferð sinni um landið. Föruneytið keyrði meðal annars á Djúpavog þar sem það fór ekki fram hjá neinum að Hollywood-stjarna var í bænum. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogs, vildi ekkert tjá sig um það hvort hann hefði átt fund með Stiller en Hrönn Ásbjörnsdóttir hjá veitingasölunni Við voginn sagði leikarann vera á vörum allra í bænum. Íbúarnir væru spenntir yfir heimsókninni og vonuðust til þess að Stiller myndi koma Djúpavogi á kortið með mynd sinni, The Secret Life of Walter Mitty. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var síðan flogið aftur til Reykjavíkur í gær eftir heimsóknina á Djúpavog og ferðinni heitið í Stykkishólm. Stiller hefur verið duglegur að uppfæra Twitter-síðu sína á netinu og hann virðist hafa hrifist af bæði land og þjóð. Í það minnsta hrósaði hann fegurð barnanna í Hólminum. Leifur B. Dagfinnsson, einn af eigendum True North, vildi lítið tjá sig um heimsókn Bens Stiller í samtali við Fréttablaðið en staðfesti að þeir væru að leita eftir heppilegum tökustöðum. Hann sagðist ekkert vita hvenær Stiller hygðist halda af landi brott, þeim möguleika væri haldið opnum. „Það er ekkert fast í hendi,“ segir Leifur sem vildi ekkert tjá sig um hvort þetta væri stærsta verkefni fyrirtækisins hingað til en það hefur þjónustað kvikmyndir á borð við Prometheus og Flag of Our Fathers. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær vill Stiller endurgera hina sígildu kvikmynd The Secret Life of Walter Mitty hér á landi en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er handrit myndarinnar skrifað með Ísland í huga. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Hann var ógeðslega skemmtilegur og talaði alveg heilan helling við okkur. Hann sagðist ætla að gera myndina sína í Stykkishólmi og vera hérna í viku,“ segir Klara Sól Sigurðardóttir, þrettán ára Stykkishólmsmær. Klara varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta Ben Stiller í Stykkishólmi í gær. Hollywood-leikarinn er á ferð um landið til að skoða tökustaði fyrir kvikmynd. Stiller hefur leikið við hvurn sinn fingur hér á landi og verið alþýðlegur í framkomu. Klara var í það minnsta í skýjunum yfir að hafa hitt Stiller enda er leikarinn í miklu uppáhaldi hjá krökkunum í bænum. Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller á ferð sinni um landið. Föruneytið keyrði meðal annars á Djúpavog þar sem það fór ekki fram hjá neinum að Hollywood-stjarna var í bænum. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogs, vildi ekkert tjá sig um það hvort hann hefði átt fund með Stiller en Hrönn Ásbjörnsdóttir hjá veitingasölunni Við voginn sagði leikarann vera á vörum allra í bænum. Íbúarnir væru spenntir yfir heimsókninni og vonuðust til þess að Stiller myndi koma Djúpavogi á kortið með mynd sinni, The Secret Life of Walter Mitty. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var síðan flogið aftur til Reykjavíkur í gær eftir heimsóknina á Djúpavog og ferðinni heitið í Stykkishólm. Stiller hefur verið duglegur að uppfæra Twitter-síðu sína á netinu og hann virðist hafa hrifist af bæði land og þjóð. Í það minnsta hrósaði hann fegurð barnanna í Hólminum. Leifur B. Dagfinnsson, einn af eigendum True North, vildi lítið tjá sig um heimsókn Bens Stiller í samtali við Fréttablaðið en staðfesti að þeir væru að leita eftir heppilegum tökustöðum. Hann sagðist ekkert vita hvenær Stiller hygðist halda af landi brott, þeim möguleika væri haldið opnum. „Það er ekkert fast í hendi,“ segir Leifur sem vildi ekkert tjá sig um hvort þetta væri stærsta verkefni fyrirtækisins hingað til en það hefur þjónustað kvikmyndir á borð við Prometheus og Flag of Our Fathers. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær vill Stiller endurgera hina sígildu kvikmynd The Secret Life of Walter Mitty hér á landi en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er handrit myndarinnar skrifað með Ísland í huga. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira