Viðurkennum Palestínu strax Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 22. september 2011 10:30 Palestína var ríki fyrir 1947, enda þótt hún hafi verið hersetin af stórveldum og skilgreind sem breskt verndarsvæði eftir heimsstyrjöldina fyrri. Stórveldin tóku ákvörðun um að skipta henni upp milli gyðinga og Palestínumanna. Rúmlega helmingur landsins skyldi tekinn og gerður að sérríki til handa gyðingum, sem flestir voru aðfluttir. Gyðingar samþykktu þessa tillögu sem meiri hluti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt 29. nóvember 1947. Gyðingar höfðu aðeins verið lítill hluti íbúanna en fór hratt fjölgandi. Arabar, þar á meðal Palestínumenn, höfnuðu þessari landtöku. Lái þeim hver sem vill. Ég átti viðræður við aldinn og virtan skurðlækni á Gaza, Mustafa Abdul Shafi, í desember í fyrra stuttu áður en hann lést. Dr. Mustafa hafði verið í tengslum við kommúnista á sínum tíma, en þeir voru eini stjórnmálahópurinn meðal Palestínumanna sem samþykkti skiptinguna. Hvers vegna? Við töldum að ef við samþykktum ekki að gyðingar fengju helming landsins tækju þeir miklu meira. Reynslan hefur heldur betur sýnt að dr. Mustafa og skoðanabræður hans höfðu rétt fyrir sér. Gyðingar hafa fyrir löngu lagt alla Palestínu undir sig. Það gerðu þeir í tveimur áföngum. Fyrst í stríðinu frá 1948-49 er þeir náðu um það bil helmingi af þeim hluta sem Palestínumönnum var ætlaður og afganginn, það er 22% sem eftir var, tóku þeir í Sex daga stríðinu 1967. Ísraelsríki var stofnað í maí 1948, þegar Bretar afsöluðu sér sínu hlutverki sem nýlenduþjóð, en Palestínumenn voru ekki reiðubúnir að stofna ríki þá, hvorki gátu né vildu. Nú, eftir 63 ára hernám og landflótta stórs hluta þjóðarinnar og 44 ára hernám allrar Palestínu, eru Palestínumenn reiðubúnir að stofna sjálfstætt og fullvalda ríki á þeim fimmtungi Palestínu sem tekinn var af þeim í júní 1967. Þeir krefjast ekki einu sinni þess tæpa helmings landsins sem SÞ höfðu ætlað þeim 1947, hvað þá heldur alls landsins. Þessa miklu og sögulegu eftirgjöf sannfærði Yasser Arafat þjóðina um að væri nauðsynleg og í dag hafa öll stjórnmálaöfl í Palestínu sæst á hana með einum eða öðrum hætti, þar á meðal Hamas-samtökin sem styðja stofnun Palestínuríkis innan landamæranna frá 1967. Það gerir Ísraelsstjórn hins vegar ekki. Ísraelsríki hefur aldrei verið reiðubúið að skilgreina nein landamæri fyrir sig. Það er fátt sem bendir til þess að nokkur leiðtogi Ísraelsríkis hafi ætlað sér að skila einum einasta landskika sem tekinn hefur verið. Til þess benda landtökubyggðirnar sem allir flokkar hafa staðið að. Undantekningin er ef til vill Yitshak Rabin forsætisráðherra sem var myrtur af eigin mönnum, fyrir sinn friðarvilja. Palestínska þjóðin er herlaus og hefur ekki haft tök á að verjast grimmilegum árásum Ísraelshers sem íbúar herteknu svæðanna hafa endalaust mátt þola. Þar á í hlut eitt öflugasta herveldi heims gegn varnarlausum íbúum. Aðskilnaðarmúr, samgönguhindranir, loftárásir, eyðilegging á möguleikum til sjálfsbjargar, hvort sem er við ávaxtarækt, landbúnað, fiskveiðar eða iðnað, þá er fátt eitt talið sem hernámið hefur haft í för með sér. Það er löngu komið nóg. Umheimurinn getur ekki endalaust horft upp á þessa miskunnarlausu kúgun einnar þjóðar á annarri. Viðurkenning Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis er fyrsta skrefið til að binda enda á hernámið og koma á réttlátum friði. Þrátt fyrir hinn mikla stuðning sem palestínska þjóðin nýtur meðal Sameinuðu þjóðanna getur Bandaríkjastjórn beitt neitunarvaldi gegn fullri aðild Palestínu sem sjálfstæðs ríkis. Það er þá í 42. skiptið sem Bandaríkin beita valdi sínu gegn rétti palestínsku þjóðarinnar. Skömm Bandaríkjastjórnar er því meiri sem Obama Bandaríkjaforseti lýsti því yfir fyrir réttu ári að aðild Palestínu að SÞ yrði fagnað nú, að liðnu ári. Ráðamenn í Ísrael hafa haft það í flimtingum að þeir hafi neitunarvald í Öryggisráðinu. Það sýnir sig nú. Þessi valdbeiting Bandaríkjastjórnar er í samræmi við fyrri stefnu og hvernig Bandaríkin hafa staðið undir stríðsrekstri Ísraels, hernámi þess og kúgun gagnvart nágrönnum, árum og áratugum saman. Ísland hafði á sínum tíma visst frumkvæði með höndum á vettvangi SÞ þegar tillagan um skiptingu Palestínu var samþykkt. Það færi vel á því að Ísland axlaði ábyrgð sína og sýndi frumkvæði nú. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Það þarf að gerast strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Palestína var ríki fyrir 1947, enda þótt hún hafi verið hersetin af stórveldum og skilgreind sem breskt verndarsvæði eftir heimsstyrjöldina fyrri. Stórveldin tóku ákvörðun um að skipta henni upp milli gyðinga og Palestínumanna. Rúmlega helmingur landsins skyldi tekinn og gerður að sérríki til handa gyðingum, sem flestir voru aðfluttir. Gyðingar samþykktu þessa tillögu sem meiri hluti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt 29. nóvember 1947. Gyðingar höfðu aðeins verið lítill hluti íbúanna en fór hratt fjölgandi. Arabar, þar á meðal Palestínumenn, höfnuðu þessari landtöku. Lái þeim hver sem vill. Ég átti viðræður við aldinn og virtan skurðlækni á Gaza, Mustafa Abdul Shafi, í desember í fyrra stuttu áður en hann lést. Dr. Mustafa hafði verið í tengslum við kommúnista á sínum tíma, en þeir voru eini stjórnmálahópurinn meðal Palestínumanna sem samþykkti skiptinguna. Hvers vegna? Við töldum að ef við samþykktum ekki að gyðingar fengju helming landsins tækju þeir miklu meira. Reynslan hefur heldur betur sýnt að dr. Mustafa og skoðanabræður hans höfðu rétt fyrir sér. Gyðingar hafa fyrir löngu lagt alla Palestínu undir sig. Það gerðu þeir í tveimur áföngum. Fyrst í stríðinu frá 1948-49 er þeir náðu um það bil helmingi af þeim hluta sem Palestínumönnum var ætlaður og afganginn, það er 22% sem eftir var, tóku þeir í Sex daga stríðinu 1967. Ísraelsríki var stofnað í maí 1948, þegar Bretar afsöluðu sér sínu hlutverki sem nýlenduþjóð, en Palestínumenn voru ekki reiðubúnir að stofna ríki þá, hvorki gátu né vildu. Nú, eftir 63 ára hernám og landflótta stórs hluta þjóðarinnar og 44 ára hernám allrar Palestínu, eru Palestínumenn reiðubúnir að stofna sjálfstætt og fullvalda ríki á þeim fimmtungi Palestínu sem tekinn var af þeim í júní 1967. Þeir krefjast ekki einu sinni þess tæpa helmings landsins sem SÞ höfðu ætlað þeim 1947, hvað þá heldur alls landsins. Þessa miklu og sögulegu eftirgjöf sannfærði Yasser Arafat þjóðina um að væri nauðsynleg og í dag hafa öll stjórnmálaöfl í Palestínu sæst á hana með einum eða öðrum hætti, þar á meðal Hamas-samtökin sem styðja stofnun Palestínuríkis innan landamæranna frá 1967. Það gerir Ísraelsstjórn hins vegar ekki. Ísraelsríki hefur aldrei verið reiðubúið að skilgreina nein landamæri fyrir sig. Það er fátt sem bendir til þess að nokkur leiðtogi Ísraelsríkis hafi ætlað sér að skila einum einasta landskika sem tekinn hefur verið. Til þess benda landtökubyggðirnar sem allir flokkar hafa staðið að. Undantekningin er ef til vill Yitshak Rabin forsætisráðherra sem var myrtur af eigin mönnum, fyrir sinn friðarvilja. Palestínska þjóðin er herlaus og hefur ekki haft tök á að verjast grimmilegum árásum Ísraelshers sem íbúar herteknu svæðanna hafa endalaust mátt þola. Þar á í hlut eitt öflugasta herveldi heims gegn varnarlausum íbúum. Aðskilnaðarmúr, samgönguhindranir, loftárásir, eyðilegging á möguleikum til sjálfsbjargar, hvort sem er við ávaxtarækt, landbúnað, fiskveiðar eða iðnað, þá er fátt eitt talið sem hernámið hefur haft í för með sér. Það er löngu komið nóg. Umheimurinn getur ekki endalaust horft upp á þessa miskunnarlausu kúgun einnar þjóðar á annarri. Viðurkenning Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis er fyrsta skrefið til að binda enda á hernámið og koma á réttlátum friði. Þrátt fyrir hinn mikla stuðning sem palestínska þjóðin nýtur meðal Sameinuðu þjóðanna getur Bandaríkjastjórn beitt neitunarvaldi gegn fullri aðild Palestínu sem sjálfstæðs ríkis. Það er þá í 42. skiptið sem Bandaríkin beita valdi sínu gegn rétti palestínsku þjóðarinnar. Skömm Bandaríkjastjórnar er því meiri sem Obama Bandaríkjaforseti lýsti því yfir fyrir réttu ári að aðild Palestínu að SÞ yrði fagnað nú, að liðnu ári. Ráðamenn í Ísrael hafa haft það í flimtingum að þeir hafi neitunarvald í Öryggisráðinu. Það sýnir sig nú. Þessi valdbeiting Bandaríkjastjórnar er í samræmi við fyrri stefnu og hvernig Bandaríkin hafa staðið undir stríðsrekstri Ísraels, hernámi þess og kúgun gagnvart nágrönnum, árum og áratugum saman. Ísland hafði á sínum tíma visst frumkvæði með höndum á vettvangi SÞ þegar tillagan um skiptingu Palestínu var samþykkt. Það færi vel á því að Ísland axlaði ábyrgð sína og sýndi frumkvæði nú. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Það þarf að gerast strax.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun