Liðsmenn Árnesgengisins ákærðir fyrir vopnað rán Jóhanna Sigurþórsdóttir og Stígur Helgason skrifar 29. september 2011 04:00 Héraðsdómur Reykjavíkur Ákæran á hendur fólkinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/vilhelm Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. Mennirnir tveir, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Ívar Aron Hill Ævarsson, eru margdæmdir brotamenn. Konan hefur áður hlotið skilorðsbundinn dóm. Að þessu sinni er mönnunum gefið að sök að hafa í íbúð í Reykjavík slegið fórnarlambið í andlitið svo hann fékk blóðnasir. Að því búnu hafi þeir skipað honum að klæðast hettupeysu og leitt hann nauðugan og með hettu yfir höfði sér frá íbúðinni að heimili hans. Á leiðinni hélt hvor undir sinn handlegg mannsins og beindu öðru hvoru hnífum að síðum hans, að því er segir í ákæru. Þegar kom á heimili mannsins söfnuðu hinir ákærðu ræningjar saman ýmsum verðmætum í eigu hans og höfðu á brott með sér. Fórnarlambið reyndi ekki að hindra mennina af ótta við þá. Áætlað verðmæti þýfisins er samtals yfir tvær milljónir króna. Meðal þess sem þeir stálu var flatskjár, heimabíótæki, tölvubúnaður, myndavél, kaffivél, samlokugrill, iPod-spilari, sjónvarpsflakkari, GSM-sími, úr, málverk, veiðistangir, vöðlur, munir til fluguhnýtinga, ýmis fatnaður, snjóbretti og snjóbrettaskór. Konan er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í ráninu og farið með Ívari Aroni í hraðbanka Kaupþings í Hafnarfirði, þar sem þau tóku út þúsund krónur með greiðslukorti sem þau höfðu rænt frá manninum. Tryggingamiðstöðin krefur hin ákærðu um bætur upp á ríflega 1,1 milljón króna. Fréttir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. Mennirnir tveir, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Ívar Aron Hill Ævarsson, eru margdæmdir brotamenn. Konan hefur áður hlotið skilorðsbundinn dóm. Að þessu sinni er mönnunum gefið að sök að hafa í íbúð í Reykjavík slegið fórnarlambið í andlitið svo hann fékk blóðnasir. Að því búnu hafi þeir skipað honum að klæðast hettupeysu og leitt hann nauðugan og með hettu yfir höfði sér frá íbúðinni að heimili hans. Á leiðinni hélt hvor undir sinn handlegg mannsins og beindu öðru hvoru hnífum að síðum hans, að því er segir í ákæru. Þegar kom á heimili mannsins söfnuðu hinir ákærðu ræningjar saman ýmsum verðmætum í eigu hans og höfðu á brott með sér. Fórnarlambið reyndi ekki að hindra mennina af ótta við þá. Áætlað verðmæti þýfisins er samtals yfir tvær milljónir króna. Meðal þess sem þeir stálu var flatskjár, heimabíótæki, tölvubúnaður, myndavél, kaffivél, samlokugrill, iPod-spilari, sjónvarpsflakkari, GSM-sími, úr, málverk, veiðistangir, vöðlur, munir til fluguhnýtinga, ýmis fatnaður, snjóbretti og snjóbrettaskór. Konan er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í ráninu og farið með Ívari Aroni í hraðbanka Kaupþings í Hafnarfirði, þar sem þau tóku út þúsund krónur með greiðslukorti sem þau höfðu rænt frá manninum. Tryggingamiðstöðin krefur hin ákærðu um bætur upp á ríflega 1,1 milljón króna.
Fréttir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Sjá meira