

Erum við að fíflast með Evrópusambandið?
Þorsteinn og Ingibjörg sammálaÉg hélt að fyrirtæki eða þjóð hellti sér aldrei í svona örlagaríkar viðræður nema að hafa mikið afl að baki sér og að rétt væri staðið að umsóknarferlinu. Nú vitna ég til efasemda Ingibjargar Sólrúnar og Þorsteins Pálssonar, annað þeirra var forsætisráðherra og hitt utanríkisráðherra. Hún segir að ríkisstjórnin geti ekki lokið samningagerðinni vegna ágreinings um markmið. Þorsteinn segir að VG hafi lagt stein í götu efnislegra viðræðna. Þau vita bæði þekkingar sinnar vegna að þjóðir umgangast ESB ekki með fíflaskap eða setja á svið sýndarmennsku samningagerð sem auðveldlega getur snúist upp í andhverfu sína. Dettur ESB-sinnum aldrei í hug að þeir í Brussel ræði um þá aðferð Íslendinga að fara fram á svona viðræður þegar annar flokkurinn í ríkisstjórninni ætlar að fella samninginn og tala gegn honum verði hann að veruleika en hinn sé heill í samningagerðinni. Ég virði bæði Þorstein og Ingibjörgu fyrir að vekja athygli á því að við erum að leika okkur að eldinum. Ekkert fyrirtæki, enginn maður gengur til samninga nema hann ætli að ná niðurstöðu. Hvað ætli okkar málglaði utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, segi við leiðtogana í Brussel berist þetta í tal?
Jóhanna snýr fram, Steingrímur J. afturÉg var einn þeirra sem í upphafi bar þá virðingu fyrir ESB að ég hélt að sambandið myndi hafna aðildarviðræðum á þeim forsendum að ríkisstjórnin væri þverklofin í málinu. Samfylkingin einlæg í því að vilja inn en vinstri grænir ákveðnir í því fyrirfram að fella samninginn. Alfarið á móti verkefninu, þar fer burðarmaðurinn Steingrímur J. Sigfússon fremstur í flokki og segir það fullum fetum hvar sem er. Ég styð Steingrím í því en undrast undanlátsemi hans að fórna stærsta kosningamáli sínu í þessa vonlausu samningagerð sem allir ópólitískir prófessorar og Evrópufræðingar segja að snúist um aðlögun en ekki samninga eins og blessaðir þingmennirnir héldu 2009. Eitt sinn var prestur í íslenskri sveit sem hafði drukkið full mikið og snaraðist öfugt á bak hesti sínum, lítill strákur stökk til prestsins og sagði „prestur minn þú situr öfugt í hnakknum“. Presturinn svaraði af bragði: „Þegi þú strákur þú veist ekkert um hvort ég er að koma eða fara.“ Jóhanna snýr fram á Gamla-Rauð en Steingrímur J. snýr aftur að stertinum. Hvað segir Tryggvi um þessa aðferð þeirra, er hún vænleg til árangurs? Stjórnarandstöðuflokkarnir telja að umsóknina eigi að frysta allavega um sinn okkar vegna og ESB vegna.
Erum við að ögra Evrópuþjóðunum?Hvernig halda Íslendingar að virðingu okkar verði háttað í Evrópusambandinu þegar aðlögunarsamningurinn liggur fyrir, þá fer Jóhanna, og Samfylkingin, glöð heim og biður þjóðina að segja já og samþykkja. Steingrímur J. og vinstri grænir, hinn aðilinn að samningsgerðinni fer heim og segir þjóðinni að fella samninginn og segja nei. Hvað segja þeir ESB-menn þá og öll þjóðríkin sem að sambandinu standa? Vex vegur okkar sem trúverðugrar þjóðar við svona háttalag eða hvað Tryggvi? Hvað segja Evrópufræðin um það eða siðfræðin? Gerðu svo ekki lítið úr okkur sem viljum stöðva leikinn, hann er dálítið grár og gæti sprungið á enni okkar sem þjóðar. Við sem þegar höfum mótað afstöðu gegn aðild gerum það á sterkum rökum um frelsi Íslands. Við teljum að betra sé að sækja fram utan ESB fyrir okkur sem þjóð í framtíðinni. Ég hefði talið að það hefði verið best fyrir okkur Íslendinga við þessar aðstæður að leggja viðræðurnar til hliðar, fresta þeim. „Skynsemin“ segir mér það, að vísu er það mín skynsemi byggð á rökum og minni þekkingaröflun um afleiðingar þess að hverfa inn í ESB. Mér er sagt að ESB hafi boðið Íslendingum að fresta viðræðum, því getur Össur Skarphéðinsson einn svarað.
Skoðun

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar