Húnarnir sjóðandi heitir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2011 06:00 Elvar Már Friðriksson og Ólafur Helgi Jónsson í sigrinum á Haukum. Njarðvíkingar tóku stóra ákvörðun í sumar. Þeir hættu með alla launasamninga við íslenska leikmenn og ákváðu í staðinn að treysta á frábært unglingastarf félagsins. Tveir kjúklingar fengu tækifærið í byrjunarliðinu í fyrsta leik, hinn 17 ára Elvar Már Friðriksson og hinn 19 ára Ólafur Helgi Jónsson, og það er óhætt að segja að strákarnir hafi verið tilbúnir fyrir stóra sviðið. Ólafur Helgi og Elvar Már eru sem dæmi búnir að hitta saman úr 14 af 23 þriggja stiga skotum sínum í fyrstu tveimur leikjunum. „Burtséð frá úrslitunum lítur þetta vel út til framtíðar. Þetta er ákvörðun sem klúbburinn tók og við erum ekkert að tapa okkur þótt við höfum unnið tvo fyrstu leikina því við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður krefjandi og erfitt verkefni. Við erum að fá mikinn stuðning í bæjarfélaginu og við vonumst til að hann verði öflugur í gegnum súrt og sætt. Þetta var stór ákvörðun en samt ekkert svo erfið. Í eðlilegu árferði hefði ekki verið pláss fyrir þá alla á næstu misserum en í staðinn fá þeir stór tækifæri," segir Einar Árni Jóhannsson, sem þjálfar Njarðvíkurliðið ásamt Friðriki Ragnarssyni. Nítján ára fyrirliði liðsinsEnginn leikmaður í deildinni hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en Elvar Már í fyrstu tveimur umferðunum (8) og Ólafur Helgi er í 2. sæti yfir bestu þriggja stiga nýtinguna, en 6 af 9 þriggja stiga skotum hans hafa ratað rétta leið. „Ólafur Helgi er búinn að vera mjög framarlega í þessum hópi á síðustu tveimur til þremur árum. Hann er flottur leiðtogi og hann er fyrirliði liðsins þótt hann sé ekki nema 19 ára gamall. Það var eitthvað sem við sáum fyrir í maí þegar við fórum af stað með þennan hóp að Óli yrði einn af lykilmönnum þessa liðs," segir Einar, en Ólafur Helgi lét það ekki stoppa sig að þríúlnliðsbrotna í vor. Stækkaði um 15 sentimetra„Það er önnur saga með yngri manninn. Það kemur ekkert á óvart að Elvar standi sig því hann er ofboðslega vinnusamur og leggur mikið á sig eins og allur þessi hópur. Hann hefur unnið hörðum höndum að því síðustu árin að verða betri en er líka búinn að taka mikinn vaxtakipp því hann hefur alltaf verið mjög lágvaxinn," segir Rinar og bætir við: „Hann verður Norðurlandameistari með 1994-árganginum vorið 2010, fyrir einu og hálfu ári. Þetta eru einhverjir fjórtán, fimmtán sentimetrar sem hann hefur stækkað síðan þá, sem er ansi mikið. Þetta eru gríðarlegar framfarir og stór skref sem hann er búinn að taka á stuttum tíma," segir Einar. Elvar og Ólafur voru báðir í stuði í fyrsta heimaleiknum á mánudaginn þegar Njarðvík vann 16 stiga sigur á Haukum í Ljónagryfjunni. Elvar Már var þá með 22 stig og 5 stoðsendingar á 34 mínútum og Ólafur bætti við 18 stigum á 28 mínútum. Húnarnir hreinlega kveiktu í körfunni og settu niður 9 af 14 þriggja skotum sínum. Það verða samt ekki allir dagar svona hjá ungum leikmönnum og það veit Einar. Ekki jólin alla daga í vetur„Þetta er annað og stærra svið. Það er öðruvísi pressa og mikið í húfi. Við gerum okkur grein fyrir því að það verða ekki jólin alla daga hjá okkur í vetur," segir Einar, en liðinu var spáð falli úr deildinni fyrir mótið. Ég skil alveg þá sem spáðu okkur falli því tíu leikmenn eru farnir frá félaginu. Leikreynsla meistaraflokksliðsins liggur í Rúnari og Hirti, sem fara úr því að vera yngstir í leikmannahópnum í vor í það að verða elstir í dag fyrir utan útlendingana. Allt annað eru bara pjakkar sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það hefur samt alla tíð legið ljóst fyrir okkur, leikmannahópnum og þjálfurunum, að við ætluðum okkur meira en almannarómur segir til um," segir Einar.Flestar þriggja stiga körfur í fyrstu tveimur umferðunum:1. Elvar Már Friðriksson Njarðvík 8 1. Magnús Þór Gunnarsson Keflavík 8 1. Justin Shouse Stjarnan 8 4. Darrin Govens Þór Þorlákshöfn 7 4. Hreggviður Magnússon KR 7 6. Giordan Watson, Grindavík 66. Ólafur Helgi Jónsson, Njarðvík 6 6. James Bartolotta, ÍR 6Besta þriggja stiga skotnýting í fyrstu tveimur umferðunum: 1. Giordan Watson, Grindavík 75,0% (6/8) 2. Ólafur Helgi Jónsson, Njarðvík 66,7% (6/9) 3. James Bartolotta, ÍR 66,7% (6/9) 4. Justin Shouse, Stjarnan 61,5% (8/13) 5. Hreggviður Magnússon, KR 58,3% (7/12) 6. Elvar Már Friðriksson, Njarðvík 57,1% (8/14) Dominos-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Njarðvíkingar tóku stóra ákvörðun í sumar. Þeir hættu með alla launasamninga við íslenska leikmenn og ákváðu í staðinn að treysta á frábært unglingastarf félagsins. Tveir kjúklingar fengu tækifærið í byrjunarliðinu í fyrsta leik, hinn 17 ára Elvar Már Friðriksson og hinn 19 ára Ólafur Helgi Jónsson, og það er óhætt að segja að strákarnir hafi verið tilbúnir fyrir stóra sviðið. Ólafur Helgi og Elvar Már eru sem dæmi búnir að hitta saman úr 14 af 23 þriggja stiga skotum sínum í fyrstu tveimur leikjunum. „Burtséð frá úrslitunum lítur þetta vel út til framtíðar. Þetta er ákvörðun sem klúbburinn tók og við erum ekkert að tapa okkur þótt við höfum unnið tvo fyrstu leikina því við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður krefjandi og erfitt verkefni. Við erum að fá mikinn stuðning í bæjarfélaginu og við vonumst til að hann verði öflugur í gegnum súrt og sætt. Þetta var stór ákvörðun en samt ekkert svo erfið. Í eðlilegu árferði hefði ekki verið pláss fyrir þá alla á næstu misserum en í staðinn fá þeir stór tækifæri," segir Einar Árni Jóhannsson, sem þjálfar Njarðvíkurliðið ásamt Friðriki Ragnarssyni. Nítján ára fyrirliði liðsinsEnginn leikmaður í deildinni hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en Elvar Már í fyrstu tveimur umferðunum (8) og Ólafur Helgi er í 2. sæti yfir bestu þriggja stiga nýtinguna, en 6 af 9 þriggja stiga skotum hans hafa ratað rétta leið. „Ólafur Helgi er búinn að vera mjög framarlega í þessum hópi á síðustu tveimur til þremur árum. Hann er flottur leiðtogi og hann er fyrirliði liðsins þótt hann sé ekki nema 19 ára gamall. Það var eitthvað sem við sáum fyrir í maí þegar við fórum af stað með þennan hóp að Óli yrði einn af lykilmönnum þessa liðs," segir Einar, en Ólafur Helgi lét það ekki stoppa sig að þríúlnliðsbrotna í vor. Stækkaði um 15 sentimetra„Það er önnur saga með yngri manninn. Það kemur ekkert á óvart að Elvar standi sig því hann er ofboðslega vinnusamur og leggur mikið á sig eins og allur þessi hópur. Hann hefur unnið hörðum höndum að því síðustu árin að verða betri en er líka búinn að taka mikinn vaxtakipp því hann hefur alltaf verið mjög lágvaxinn," segir Rinar og bætir við: „Hann verður Norðurlandameistari með 1994-árganginum vorið 2010, fyrir einu og hálfu ári. Þetta eru einhverjir fjórtán, fimmtán sentimetrar sem hann hefur stækkað síðan þá, sem er ansi mikið. Þetta eru gríðarlegar framfarir og stór skref sem hann er búinn að taka á stuttum tíma," segir Einar. Elvar og Ólafur voru báðir í stuði í fyrsta heimaleiknum á mánudaginn þegar Njarðvík vann 16 stiga sigur á Haukum í Ljónagryfjunni. Elvar Már var þá með 22 stig og 5 stoðsendingar á 34 mínútum og Ólafur bætti við 18 stigum á 28 mínútum. Húnarnir hreinlega kveiktu í körfunni og settu niður 9 af 14 þriggja skotum sínum. Það verða samt ekki allir dagar svona hjá ungum leikmönnum og það veit Einar. Ekki jólin alla daga í vetur„Þetta er annað og stærra svið. Það er öðruvísi pressa og mikið í húfi. Við gerum okkur grein fyrir því að það verða ekki jólin alla daga hjá okkur í vetur," segir Einar, en liðinu var spáð falli úr deildinni fyrir mótið. Ég skil alveg þá sem spáðu okkur falli því tíu leikmenn eru farnir frá félaginu. Leikreynsla meistaraflokksliðsins liggur í Rúnari og Hirti, sem fara úr því að vera yngstir í leikmannahópnum í vor í það að verða elstir í dag fyrir utan útlendingana. Allt annað eru bara pjakkar sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það hefur samt alla tíð legið ljóst fyrir okkur, leikmannahópnum og þjálfurunum, að við ætluðum okkur meira en almannarómur segir til um," segir Einar.Flestar þriggja stiga körfur í fyrstu tveimur umferðunum:1. Elvar Már Friðriksson Njarðvík 8 1. Magnús Þór Gunnarsson Keflavík 8 1. Justin Shouse Stjarnan 8 4. Darrin Govens Þór Þorlákshöfn 7 4. Hreggviður Magnússon KR 7 6. Giordan Watson, Grindavík 66. Ólafur Helgi Jónsson, Njarðvík 6 6. James Bartolotta, ÍR 6Besta þriggja stiga skotnýting í fyrstu tveimur umferðunum: 1. Giordan Watson, Grindavík 75,0% (6/8) 2. Ólafur Helgi Jónsson, Njarðvík 66,7% (6/9) 3. James Bartolotta, ÍR 66,7% (6/9) 4. Justin Shouse, Stjarnan 61,5% (8/13) 5. Hreggviður Magnússon, KR 58,3% (7/12) 6. Elvar Már Friðriksson, Njarðvík 57,1% (8/14)
Dominos-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga