Barcelona, AC Milan og Arsenal tryggja sér öll sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar með sigri í leikjum sínum í kvöld og Chelsea og Bayer Leverkusen komast líka áfram með hagstæðum úrslitum.
Bæði AC Milan og Barcelona eru á útivelli og geta náð níu stiga forskoti á hin liðin í riðlinum. AC Milan heimsækir BATE Borisov en Barcelona mætir Viktoria Plzen í Tékklandi.
Arsenal fær Marseille í heimsókn á Emirates, en þarna mætast tvö efstu liðin. Arsenal kemst í tíu stig með sigri og gulltryggir sæti sitt í 16 liða úrslitunum. Chelsea og Bayer Leverkusen eru bæði á útivelli og komast bæði áfram ef þau klára sína leiki. Chelsea heimsækir Genk en Leverkusen spilar við Valencia á Spáni.
Leikir kvöldsins (stig til þessa)
E: Valencia (2)-Leverkusen (6) - Stöð 2 Sport 4
E: Genk (1)-Chelsea (7) - Stöð 2 Sport3
F: Arsenal (7)-Marseille (6) - Stöð 2 Sport
F: Dortmund (1)-Olympiakos (3)
G: Zenit (4)-Shakhtar (2) - 17.00 á Stöð 2 Sport
G: Apoel Nicosia (5)-Porto (4)
H: Bate Borisov (1)-AC Milan (7)
H: Viktoria Plzen (1)-Barcelona (7)
Barcelona, AC Milan og Arsenal geta komist áfram í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti





Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn